Sport

EM í dag: Helgarpabbar og dvalar­heimili

Valur Páll Eiríksson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll fóru yfir sviðið á meðan strákarnir æfðu í höllinni í Malmö.
Henry Birgir og Valur Páll fóru yfir sviðið á meðan strákarnir æfðu í höllinni í Malmö. Vísir/Vilhelm

Strákarnir í landsliðinu hafa hrist af sér naumt tap fyrir Króatíu og öll þeirra einbeiting komin á leik morgundagsins við Svíþjóð. Farið var yfir sviðið í EM í dag.

Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson hittu landsliðsmenn í dag og kíktu á æfingu liðsins í keppnishöllinni í Malmö. Þar verða um 10 þúsund Svíar í stúkunni á morgun þegar Svíþjóð og Ísland eigast við.

Þó má búast við á bilinu 2.500 til 3.000 Íslendingum. Ekki er gert ráð fyrir mikilli bullustemningu frá Svíunum og fastlega vonast til að strákarnir okkar þaggi niður í helgarpöbbunum í stúkunni.

Leikur morgundagsins er fyrsti úrslitaleikurinn af þremur sem eftir eru í milliriðlinum og verkefnið af stærri gerðinni gegn einu besta landsliði heims.

Þátt dagsins af EM í dag má sjá í spilaranum.

Klippa: EM í dag 24. janúar 2026: Helgarpabbar og dvalarheimili



Fleiri fréttir

Sjá meira


×