Sport

Dag­skráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðal­hlut­verki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool heimsækja Bournemouth á suðurströndina í kvöldleiknum.
Leikmenn Liverpool heimsækja Bournemouth á suðurströndina í kvöldleiknum. Getty/Liverpool FC/

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Enska úrvalsdeildin er í fullum gangi og fimm leikir verða í beinni í dag. Dagurinn byrjar með hádegisleik West Ham og Sunderland en endar með leik Bournemouth og Liverpool.

Doc Zone verður að sjálfsögðu á sínum stað þar sem fylgst verður með öllum fótboltanum á sama tíma, hvort sem hann er spilaður í Englandi eða í Evrópu. Laugardagsmörkin gera síðan allan daginn upp.

Það verða sýndir tveir leikir úr ensku B-deildinni, einn leikur úr þýsku B-deildinni, golfmóti og bandarísku íshokkídeildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 12.10 hefst bein útsending frá leik West Ham og Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 14.40 hefst Doc Zone þar sem Hjörvar Hafliðason og félagar fylgjast með gangi mála í enska boltanum, íslenska boltanum og Evrópuboltanum.

Klukkan 17.20 hefst bein útsending frá leik Bournemouth og Liverpoole í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sýn Sport 2

Klukkan 14.40 hefst bein útsending frá leik Manchester City og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 17.05 hefjast Laugardagsmörkin þar sem farið verður yfir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Sýn Sport 3

Klukkan 14.40 hefst bein útsending frá leik Burnley og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sýn Sport 4

Klukkan 07.00 hefst bein útsending frá Hero Dubai Desert Classic-golfmótinu á DP World Tour.

Klukkan 14.50 hefst bein útsending frá leik Fulham og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 07.00 (eftir miðnætti) hefst bein útsending frá Hero Dubai Desert Classic-golfmótinu á DP World Tour.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan er 12.25 frá leik Millwall og Charlton í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan er 14.55 frá leik Hull og Swansea í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan er 19.25 frá leik Magdeburg og Dresden í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Boston Bruins og Montreal Canadiens í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×