Handbolti

Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með lang­skotum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktori Gísla Hallgrímssyni gekk illa að ráða við langskot Króata í dag.
Viktori Gísla Hallgrímssyni gekk illa að ráða við langskot Króata í dag. EPA/Andreas Hillergren

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með eins marks mun á Króatíu í fyrsta leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026.

Slök vörn í fyrri hálfleik og hræðileg vítanýting komu í bakið á íslenska liðinu sem var nálægt því að vinna upp muninn en tókst ekki að koma alla leið til baka.

Króatar voru um tíma 9-0 yfir í mörkum skoruðum með langskotum í fyrri hálfleiknum og þeir voru með 79 prósent skotnýtingu í langskotum í fyrri hálfleik (11 af 14), hálfleik þar sem íslensku strákarnir nýttu aðeins sextíu prósent vítanna sinna (3 af 5).

Íslenska liðið fékk á sig nítján mörk í fyrri hálfleiknum sem er alltof mikið. Vörnin gekk betur í seinni hálfleiknum en gríðarlegur munur var á mörkum liðanna með langskotum.

Króatar skoruðu fimmtán mörk með langskotum á móti aðeins einu hjá íslenska liðinu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkaði á báðum skotum sínum í leiknum en var með sjö stoðsendingar og sex fiskuð víti.

Ómar Ingi Magnússon gerði meira en í síðustu leikjum en náði þó ekki að hjálpa nógu mikið í ógn fyrir utan teig. Hann átti tvö af fjórum vítaklikkum í leiknum en króatísku markverðirnir vörðu fjögur víti í leiknum.

Íslenska liðið fékk níu fleiri víti og var átta mínútum lengur, manni fleiri, en það skilaði ekki sigri.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fyrsta leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

  • - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Króatíu á EM 2026-
  • Hver skoraði mest:
  • 1. Óðinn Þór Ríkharðsson 8
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 8/5
  • 2. Orri Freyr Þorkelsson 4/2
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 3.
  • 5. Janus Daði Smárason 2
  • 5. Viggó Kristjánsson 2
  • -
  • Markahæstir í fyrri hálfleik:
  • 1. Óðinn Þór Ríkharðsson 3.
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 3/1
  • 1. Orri Freyr Þorkelsson 3/2
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 2
  • -
  • Markahæstir í seinni hálfleik:
  • 1. Óðinn Þór Ríkharðsson 5
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 5/4
  • 3. Janus Daði Smárason 1
  • 3. Viggó Kristjánsson 1
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 1
  • 3. Orri Freyr Þorkelsson 1
  • -
  • Hver varði flest skot:
  • 1. Viktor Gísli Hallgrímsson 12 (34%)
  • 2. Björgvin Páll Gústavsson 0 (0%)
  • -
  • Hver spilaði mest í leiknum:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 54:29
  • 2. Orri Freyr Þorkelsson 54:06
  • 3. Óðinn Þór Ríkharðsson 50:34
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 49:46
  • 5. Viktor Gísli Hallgrímsson 46:58
  • 6. Janus Daði Smárason 44:56
  • -
  • Hver skaut oftast á markið:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 11/7
  • 2. Óðinn Þór Ríkharðsson 8
  • 3. Orri Freyr Þorkelsson 7/3
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 5.
  • 5. Viggó Kristjánsson 3/1
  • -
  • Hver gaf flestar stoðsendingar:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 7
  • 2. Janus Daði Smárason 3.
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 3.
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 1
  • 4. Haukur Þrastarson 1
  • -
  • Hver átti þátt í flestum mörkum:
  • (Mörk + Stoðsendingar)
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 11
  • 2. Óðinn Þór Ríkharðsson 8
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 7
  • 4. Janus Daði Smárason 5
  • 5. Elliði Snær Viðarsson 4
  • 5. Orri Freyr Þorkelsson 4
  • -
  • Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 4
  • 1. Janus Daði Smárason 4
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 4
  • 4. Ómar Ingi Magnússon 3
  • 4. Einar Þorsteinn Ólafsson 3
  • -
  • Mörk skoruð í tómt mark:
  • 1. Óðinn Þór Ríkharðsson 1
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 1
  • -
  • Hver tapaði boltanum oftast:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 3
  • 2. Janus Daði Smárason 2
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • -
  • Flest varin skot í vörn:
  • Ekkert
  • -
  • Hver fiskaði flest víti:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 6
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 2
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 2
  • -
  • Hver fiskaði flesta brottrekstra:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 3
  • 2. Janus Daði Smárason 1
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 1
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 1
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
  • 1. Óðinn Þór Ríkharðsson 9,90
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 8,99
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 8,37
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 7,19
  • 5. Janus Daði Smárason 7,17
  • -
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
  • 1. Janus Daði Smárason 7,25
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 6,96
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 6,46
  • 4. Ýmir Örn Gíslason 6,43
  • 5. Einar Þorsteinn Ólafsson 6,24
  • -
  • - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
  • 1 með langskotum
  • 5 með gegnumbrotum
  • 4 af línu
  • 7 úr hægra horni
  • 5 úr hraðaupphlaupum (1 með seinni bylgju)
  • 7 úr vítum
  • 1 úr vinstra horni
  • -
  • Skotnýting íslenska liðsins í leiknum
  • 33% úr langskotum
  • 71% úr gegnumbrotum
  • 67% af línu
  • 80% úr hornum
  • 64% úr vítum
  • -
  • - Plús & mínus kladdinn í leiknum -
  • Mörk með langskotum: -14 (1-15)
  • Mörk af línu: +1 (4-3)
  • Mörk úr hraðaupphlaupum: +5 (5-0)
  • Tapaðir boltar: Ísland +1 (10-9)
  • Fiskuð víti: +9 (11-2)
  • Varin skot markvarða: Króatía +4 (16-12)
  • Varin víti markvarða: Króatía +4 (4-0)
  • -
  • Misheppnuð skot: Ísland +2 (12-10)
  • Löglegar stöðvanir: Króatía +8 (28-20)
  • Refsimínútur: Króataía +8 mín. (12-4)
  • -
  • Mörk manni fleiri: Ísland +8 (10-2)
  • Mörk manni færri: Króatía +4 (5-1)
  • Mörk í tómt mark: Ísland +2 (2-0)
  • -
  • - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -
  • Fyrri hálfleikurinn:
  • 1. til 10. mínúta: Króatía +2 (7-5)
  • 11. til 20. mínúta: Jafnt (5-5)
  • 21. til 30. mínúta: Króatía +2 (7-5)
  • Seinni hálfleikurinn:
  • 31. til 40. mínúta: Ísland +2 (5-3)
  • 41. til 50. mínúta: Jafnt (3-3)
  • 51. til 60. mínúta: Ísland +1 (6-5)
  • -
  • Byrjun hálfleikja: Jafnt (10-10)
  • Lok hálfleikja: Króatía +1 (12-11)
  • Fyrri hálfleikur: Króatía +4 (19-15)
  • Seinni hálfleikur: Ísland +3 (14-11)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×