Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2026 11:56 Oddviti Framsóknarflokkinn telur ljóst að útspil borgarstjóra og meirihlutans lykti af prófkjörsbaráttu. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér um 2,4 milljarða króna eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Tillagan var afgreidd í borgarstjórn, þrátt fyrir að skýrsla um stöðu Félagsbústaða hafi ekki verið gerð opinber, en í skýrslunni eru meðal annars settar fram tillögur um fjárhagslega endurskipulagningu stofnunarinnar. Oddviti Framsóknarflokksins telur augljóst að útspilið sé liður í prófkjörsbaráttu borgarstjóra. Borgarstjóri segir hins vegar að nýta þurfi tímann til að ráðast strax í aðgerðir hvað lýtur að félagslegu húsnæði, en tekur undir að það „hefði verið betra“ ef skýrslan hefði verið tilbúin. Tillagan, sem er í fjórum liðum, var lögð fram í nafni meirihlutaflokkanna fimm í borgarstjórn en Heiða Björg Hilmisdóttir mælti fyrir tillögunni. Hún kveður meðal annars á um að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að veita alls 2,365 milljörðum króna í eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra verði svo falið að útfæra það með Félagsbústöðum hvernig framlagið verði nýtt. Tillagan byggi ekki á skýrslunni sem enn er bundin trúnaði „Við ætlum núna að ræða mál sem að liggur auðvitað mínu hjarta nærri sem jafnaðarmaður, að allir eigi öruggt heimili,“ sagði Heiða Björg meðal annars þegar hún mælti fyrir tillögunni. Umræða um hana stóð yfir í tæpar þrjár klukkustundir á fundi borgarstjórnar í gær, en umræðan hefst þegar um 3 klukkutímar og 40 mínútur eru liðnar af fundinum. „Það er verið að vinna skýrslu um Félagsbústaði, um fjárhagslega greiningu á félaginu. Við höfum lengi rætt um það hér að þrátt fyrir mikið fé sem bundið er í húsnæði að þá mætti veltufé frá rekstri vera hærra. Við þurfum að finna leiðir til að styrkja reksturinn til þess að reksturinn sé sjálfbær. Því að þetta er auðvitað fyrir fólk sem er tekjulágt og getur ekki borgað háa leigu,“ sagði Heiða ennfremur. Þess má geta að fréttastofa hefur óskað eftir afriti af skýrslunni en þeirri beiðni var synjað á grundvelli þess að um hana ríki trúnaður sem ekki hafi verið aflétt. „Þannig hér er fyrsta skrefið, og síðan kannski innan skamms þá munum við leggja fram skýrslu sem að hefur verið unnin hér af sérfræðingum, bæði í áhættustjórnun og inni á fjármálasviði og fólki hjá félagsbústöðum en hún er einfaldlega enn í yfirlestri og meðförum kerfisins. Þessar tillögur tengjast reyndar ekki þeirri skýrslu beint, það má segja að útfærsla á notkun á eiginfjárframlaginu og mögulega uppbyggingarlíkanið muni koma til með að hafa áhrif á hvernig við vinnum úr henni og þeim tillögum sem þar koma fram.“ Undrast umræðu án þess að gögn liggi til grundvallar Nokkrir borgarfulltrúar, bæði úr meirihluta og minnihluta, kvöddu sér hljóðs um málið. Þeirra á meðal Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Í andsvari sínu við ræðu Heiðu sagði Einar að í borgarráði í síðustu viku hafi verið lögð fram skýrsla starfshóps um félagsbústaði sem að ber heitið „Frá skuldsettum vexti til sjálfbærni: Fjármögnun og uppbygging Félagsbústaða, nýtt viðskiptalíkan.“ Þessi skýrsla er ennþá bundin trúnaði, þrátt fyrir að hún hafi verið kynnt í velferðarráði, borgarráði, og í stjórn Félagsbústaða. Af hverju erum við hér í borgarstjórn ekki með þessa skýrslu til grundvallar umræðunni sem að við ætlum að eiga um félagsbústaði?“ spurði Einar. Í svari sínu sagði Heiða Björg meðal annars að umrædd skýrsla væri enn í umsagnarferli innan kerfisins. „Við vildum stíga fram og koma með þessar hugmyndir, þessar tillögur. Þær byggja ekki allar á skýrslunni þannig þær standa alveg sjálfstætt. En ég hins vegar tek undir að það hefði verið betra í umræðunni að vera komin með allan heildarpakkann, en þetta verður þá í tveimur liðum,“ sagði Heiða. Framsóknarflokkurinn lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað en þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Í ræðu sinni um málið var Einar sjálfur nokkuð ómyrkur í máli um það hvernig málið blasi við honum. Honum þyki vinnubrögðin bæði ólýðræðisleg, ófagleg og til marks um óboðlega stjórnsýslu. Einar gerði umrædda skýrslu sem um ríkir trúnaður aftur að umræðuefni í ræðu sinni um málið. „Fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu „Meirihlutinn vill ekki opinbera hana því þau eru ekki sammála um það hvaða tillögur í henni á að samþykkja,“ sagði Einar. „Hvers vegna er ekki leynd af þessari skýrslu aflétt? Hvernig eigum við í minnihlutanum hér að geta tekið afstöðu til þessa máls án þess að hafa fjárhagslegar forsendur fyrir þessari ákvörðun fyrir framan okkur? Eiga borgarbúar ekki rétt á því að vita hvaða gögn liggja til grundvallar svona ákvörðun?“ spurði Einar. „Þetta er fullkomlega ábyrgðarlaust. Ég velti því upp að tímasetningin á þessu sé kannski bara vegna þess að nú eru prófkjör og þreifingar á milli flokka og menn eru að setja sig í stellingar fyrir kosningar. Það er auðvitað frábært fyrir borgarstjóra Heiðu Björg í miðri prófkjörsbaráttu að geta slegið sér upp á svona máli. 2,4 milljarðar í félagslega uppbyggingu.“ Þá gerði hann athugasemdir við þau ummæli borgarstjóra að skýrslan væri í umsagnarferli. Allir þeir aðilar sem myndu veita umsögn um skýrsluna hafi sjálfir átt aðild að starfshópnum sem skrifar skýrsluna, þar á meðal fjármálastjóri borgarinnar, áhættusérfæðingur og framkvæmdastjóri Félagsbústaða. „Hvaða vitleysisgangur er þetta,“ sagði Einar sem spurði um leið hvers vegna ekki hafi þá verið gert ráð fyrir þessum fjármunum í fjárhagsáætlun borgarinnar og spurði hvar áhættumatið væri fyrir umrædda tillögu. „Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Ég held að tímasetningin sé bara vegna þess að fólk er í prófkjöri.“ Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Tillagan, sem er í fjórum liðum, var lögð fram í nafni meirihlutaflokkanna fimm í borgarstjórn en Heiða Björg Hilmisdóttir mælti fyrir tillögunni. Hún kveður meðal annars á um að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að veita alls 2,365 milljörðum króna í eiginfjárframlag til Félagsbústaða á næstu fimm árum. Borgarstjóra verði svo falið að útfæra það með Félagsbústöðum hvernig framlagið verði nýtt. Tillagan byggi ekki á skýrslunni sem enn er bundin trúnaði „Við ætlum núna að ræða mál sem að liggur auðvitað mínu hjarta nærri sem jafnaðarmaður, að allir eigi öruggt heimili,“ sagði Heiða Björg meðal annars þegar hún mælti fyrir tillögunni. Umræða um hana stóð yfir í tæpar þrjár klukkustundir á fundi borgarstjórnar í gær, en umræðan hefst þegar um 3 klukkutímar og 40 mínútur eru liðnar af fundinum. „Það er verið að vinna skýrslu um Félagsbústaði, um fjárhagslega greiningu á félaginu. Við höfum lengi rætt um það hér að þrátt fyrir mikið fé sem bundið er í húsnæði að þá mætti veltufé frá rekstri vera hærra. Við þurfum að finna leiðir til að styrkja reksturinn til þess að reksturinn sé sjálfbær. Því að þetta er auðvitað fyrir fólk sem er tekjulágt og getur ekki borgað háa leigu,“ sagði Heiða ennfremur. Þess má geta að fréttastofa hefur óskað eftir afriti af skýrslunni en þeirri beiðni var synjað á grundvelli þess að um hana ríki trúnaður sem ekki hafi verið aflétt. „Þannig hér er fyrsta skrefið, og síðan kannski innan skamms þá munum við leggja fram skýrslu sem að hefur verið unnin hér af sérfræðingum, bæði í áhættustjórnun og inni á fjármálasviði og fólki hjá félagsbústöðum en hún er einfaldlega enn í yfirlestri og meðförum kerfisins. Þessar tillögur tengjast reyndar ekki þeirri skýrslu beint, það má segja að útfærsla á notkun á eiginfjárframlaginu og mögulega uppbyggingarlíkanið muni koma til með að hafa áhrif á hvernig við vinnum úr henni og þeim tillögum sem þar koma fram.“ Undrast umræðu án þess að gögn liggi til grundvallar Nokkrir borgarfulltrúar, bæði úr meirihluta og minnihluta, kvöddu sér hljóðs um málið. Þeirra á meðal Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Í andsvari sínu við ræðu Heiðu sagði Einar að í borgarráði í síðustu viku hafi verið lögð fram skýrsla starfshóps um félagsbústaði sem að ber heitið „Frá skuldsettum vexti til sjálfbærni: Fjármögnun og uppbygging Félagsbústaða, nýtt viðskiptalíkan.“ Þessi skýrsla er ennþá bundin trúnaði, þrátt fyrir að hún hafi verið kynnt í velferðarráði, borgarráði, og í stjórn Félagsbústaða. Af hverju erum við hér í borgarstjórn ekki með þessa skýrslu til grundvallar umræðunni sem að við ætlum að eiga um félagsbústaði?“ spurði Einar. Í svari sínu sagði Heiða Björg meðal annars að umrædd skýrsla væri enn í umsagnarferli innan kerfisins. „Við vildum stíga fram og koma með þessar hugmyndir, þessar tillögur. Þær byggja ekki allar á skýrslunni þannig þær standa alveg sjálfstætt. En ég hins vegar tek undir að það hefði verið betra í umræðunni að vera komin með allan heildarpakkann, en þetta verður þá í tveimur liðum,“ sagði Heiða. Framsóknarflokkurinn lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað en þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Í ræðu sinni um málið var Einar sjálfur nokkuð ómyrkur í máli um það hvernig málið blasi við honum. Honum þyki vinnubrögðin bæði ólýðræðisleg, ófagleg og til marks um óboðlega stjórnsýslu. Einar gerði umrædda skýrslu sem um ríkir trúnaður aftur að umræðuefni í ræðu sinni um málið. „Fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu „Meirihlutinn vill ekki opinbera hana því þau eru ekki sammála um það hvaða tillögur í henni á að samþykkja,“ sagði Einar. „Hvers vegna er ekki leynd af þessari skýrslu aflétt? Hvernig eigum við í minnihlutanum hér að geta tekið afstöðu til þessa máls án þess að hafa fjárhagslegar forsendur fyrir þessari ákvörðun fyrir framan okkur? Eiga borgarbúar ekki rétt á því að vita hvaða gögn liggja til grundvallar svona ákvörðun?“ spurði Einar. „Þetta er fullkomlega ábyrgðarlaust. Ég velti því upp að tímasetningin á þessu sé kannski bara vegna þess að nú eru prófkjör og þreifingar á milli flokka og menn eru að setja sig í stellingar fyrir kosningar. Það er auðvitað frábært fyrir borgarstjóra Heiðu Björg í miðri prófkjörsbaráttu að geta slegið sér upp á svona máli. 2,4 milljarðar í félagslega uppbyggingu.“ Þá gerði hann athugasemdir við þau ummæli borgarstjóra að skýrslan væri í umsagnarferli. Allir þeir aðilar sem myndu veita umsögn um skýrsluna hafi sjálfir átt aðild að starfshópnum sem skrifar skýrsluna, þar á meðal fjármálastjóri borgarinnar, áhættusérfæðingur og framkvæmdastjóri Félagsbústaða. „Hvaða vitleysisgangur er þetta,“ sagði Einar sem spurði um leið hvers vegna ekki hafi þá verið gert ráð fyrir þessum fjármunum í fjárhagsáætlun borgarinnar og spurði hvar áhættumatið væri fyrir umrædda tillögu. „Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Ég held að tímasetningin sé bara vegna þess að fólk er í prófkjöri.“
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira