Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar 21. janúar 2026 11:33 ...en Heiða Björg stýrði því af röggsemi. Ég kynntist Heiðu Björgu fyrst fyrir all mörgum árum þegar hún var yfirmaður matarframleiðslu og -dreifingar frá eldhúsi Landspítalans. Við og samstarfskona hennar ræddum möguleika á því að þróa nám á háskólastigi, að norrænni fyrirmynd, fyrir þá sem stýrðu slíkri starfsemi. Nám sem fæli í sér þætti úr matvæla- og næringafræði, verkfræði, viðskipta- og rekstrarfræði, svo það helsta sé upp talið, sem slík starfsemi krefst. Þær höfðu sótt slíkt nám við háskóla í Svíþjóð. Þær kynntu mér umsvif Landspítans að þessu leyti, en því stýrði Heiða á þessum tíma. Ég man að ég hugsaði þvílíkt ofurverkefni, að reiða fram 5.200 málsverði á dag með sínu samstarfsfólki, þvílík ofurkona, en Heiða þá eins og nú hógvær, gullfalleg og elskuleg- vildi nú ekki gera of mikið úr sínu hlutverki. Síðan eftir að hún skellti sér í stjórnmálin, hef ég fylgst með hennar framgangi innan og fyrir Samfylkinguna. Hvernig hún af sömu einurð, hógværð og elskusemi hefur axlað sívaxandi ábyrgð. Nú síðast með því að ná saman fyrirvaralaust og stýra í kjölfarið fimm flokka meirihluta borgarstjórnar. Og þeir sátu ekki auðum höndum: Þar var þeirra fyrsta verk að leysa kennaradeilu og styrkja starfsumhverfi leik- og grunnskóla. Á þeim 11 mánuðum sem meirihlutinn hefur starfað hafa verið afgreiddar fleiri tillögur, en á árunum þremur sem liðnir voru af kjörtímabilinu. Vinna er hafin við nýtt hverfi í borginni, þar sem leiðir til að flýta uppbyggingu innviða voru unnar með verkalýðsheyfingunni. Stuðningsþjónusta við börn hefur verið aukin, aldrei hafa fleiri nýtt frístundastyrkinn, m.a. með stuðningi við börn frá tekjulægri fjölskyldum, farand félagsmiðstöð var sett á fót til að vinna með 16 – 18 ára. Tíðni strætó var aukin verulega þannig að hlutfall íbúa sem býr innan 400 metra frá stoppistöð, með 10 mínútna tíðni á annatímum, fór úr um 18% í rúmlega 50% og í gangi er allsherjar viðhalds og uppbyggingarátak í leik- og grunnskólahúsnæði og íþróttamannvirkjum, þar sem öllum á að vera tryggt aðgengi. Í öllu starfi Heiðu Bjargar hefur birst glögglega að hún er þvottekta jafnaðarmaður. Ekki síst í samúð hennar með þeim sem minnst hafa. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn samtíma stjórnmálamaður okkar hefur lagt eins mikið á sig og hún í málefnum heimilislausra. Nú neyðist enginn til að sofa á götum borgarinnar og þörfin fyrir neyðaskýli hefur minnkað. Heiða verður verðugur fulltrúi jafnaðarmanna sem oddviti þeirra í Reykjavík. Kosið verður um það n.k. laugardag. Höfundur er einn stofnenda Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
...en Heiða Björg stýrði því af röggsemi. Ég kynntist Heiðu Björgu fyrst fyrir all mörgum árum þegar hún var yfirmaður matarframleiðslu og -dreifingar frá eldhúsi Landspítalans. Við og samstarfskona hennar ræddum möguleika á því að þróa nám á háskólastigi, að norrænni fyrirmynd, fyrir þá sem stýrðu slíkri starfsemi. Nám sem fæli í sér þætti úr matvæla- og næringafræði, verkfræði, viðskipta- og rekstrarfræði, svo það helsta sé upp talið, sem slík starfsemi krefst. Þær höfðu sótt slíkt nám við háskóla í Svíþjóð. Þær kynntu mér umsvif Landspítans að þessu leyti, en því stýrði Heiða á þessum tíma. Ég man að ég hugsaði þvílíkt ofurverkefni, að reiða fram 5.200 málsverði á dag með sínu samstarfsfólki, þvílík ofurkona, en Heiða þá eins og nú hógvær, gullfalleg og elskuleg- vildi nú ekki gera of mikið úr sínu hlutverki. Síðan eftir að hún skellti sér í stjórnmálin, hef ég fylgst með hennar framgangi innan og fyrir Samfylkinguna. Hvernig hún af sömu einurð, hógværð og elskusemi hefur axlað sívaxandi ábyrgð. Nú síðast með því að ná saman fyrirvaralaust og stýra í kjölfarið fimm flokka meirihluta borgarstjórnar. Og þeir sátu ekki auðum höndum: Þar var þeirra fyrsta verk að leysa kennaradeilu og styrkja starfsumhverfi leik- og grunnskóla. Á þeim 11 mánuðum sem meirihlutinn hefur starfað hafa verið afgreiddar fleiri tillögur, en á árunum þremur sem liðnir voru af kjörtímabilinu. Vinna er hafin við nýtt hverfi í borginni, þar sem leiðir til að flýta uppbyggingu innviða voru unnar með verkalýðsheyfingunni. Stuðningsþjónusta við börn hefur verið aukin, aldrei hafa fleiri nýtt frístundastyrkinn, m.a. með stuðningi við börn frá tekjulægri fjölskyldum, farand félagsmiðstöð var sett á fót til að vinna með 16 – 18 ára. Tíðni strætó var aukin verulega þannig að hlutfall íbúa sem býr innan 400 metra frá stoppistöð, með 10 mínútna tíðni á annatímum, fór úr um 18% í rúmlega 50% og í gangi er allsherjar viðhalds og uppbyggingarátak í leik- og grunnskólahúsnæði og íþróttamannvirkjum, þar sem öllum á að vera tryggt aðgengi. Í öllu starfi Heiðu Bjargar hefur birst glögglega að hún er þvottekta jafnaðarmaður. Ekki síst í samúð hennar með þeim sem minnst hafa. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn samtíma stjórnmálamaður okkar hefur lagt eins mikið á sig og hún í málefnum heimilislausra. Nú neyðist enginn til að sofa á götum borgarinnar og þörfin fyrir neyðaskýli hefur minnkað. Heiða verður verðugur fulltrúi jafnaðarmanna sem oddviti þeirra í Reykjavík. Kosið verður um það n.k. laugardag. Höfundur er einn stofnenda Samfylkingarinnar.
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar