Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. janúar 2026 14:47 Hanna Kristín Skaftadóttir segir málið gefa hættulegt fordæmi. Háskólinn á Bifröst Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor við Háskólann á Bifröst segir að líkja megi kæru stjórnenda skólans til höfuðs henni til siðanefndar við „faglega aftöku.“ Greint var frá því í fyrradag að yfirstjórn Bifrastar hefði notað gervigreindindarlíkanið Claude til að meta það hvort þrír starfsmenn skólans hefðu verið réttilega skráðir meðhöfundar tveggja fræðigreina. Að mati lögfræðinga starfsmannanna stríðir það gegn sjónarmiðum um persónuvernd og höfundarrétt. Hanna Kristín, ein þriggja starfsmanna sem eiga í hlut, segir það jafnfáránlegt og það sé hættulegt. Siðareglum snúið upp í refsivönd Félag akademískra starfsmanna við Bifröst samþykkti á fundi á miðvikudag að lýsa yfir vantrausti gegn Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor skólans, og deildarforseta viðskiptadeildar og rannsóknarstjóra skólans vegna þessa. Stjórn Bifrastar kemur saman á næstu dögum til að kanna málið og þá er málið komið fyrir siðanefnd Bifrastar en einnig hefur verið send ábending til Persónuverndar. Hanna Kristín birti í dag færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún deildi hugleiðingum sínum um aðdraganda og framvindu málsins sem fjölmiðlar greindu frá seint á miðvikudagskvöldið. Í færslunni segir hún yfirstjórn hafa misnotað siðanefnd skólans og snúið siðareglum upp í refsivönd. Þeir hafi sömuleiðis ekki rætt við hana né spurt hana út í vinnuferlið. „[Á]n þess að leggja fram einn einasta bókstaf af haldbærum rökum, var málinu vísað í íþyngjandi ferli til siðanefndar skólans. Stjórnendur vilja meina að þetta hafi bara verið “athugun” en ekki kæra. En málið er að öll erindi til siðanefndar eru afar íþyngjandi og hið alvarlegasta mál. Og að allt þetta hafi ekki verið leyst með einföldu samtali,“ segir hún. Aðalhöfundur staðfesti framlagið Málið varðar þverfaglega grein á sviðum stærðfræða, tölvunarfræða og viðskiptagreindar sem kynnt var í ráðstefnuriti. Aðalhöfundur greinarinnar er dr. Miroslav Hudec sem Hanna segir að hafi þegar sent ítarlega skriflega staðfestingu og sönnunargögn til rektors um að framlag Hönnu hefði verið ómissandi og að í raun hefði það verið siðferðisbrot að tilgreina hana ekki sem höfund. „Þrátt fyrir þessi skýru gögn, og þá staðreynd að við buðumst strax í upphafi til að sýna vinnuskjöl okkar, sem hefði tekið örfáar mínútur að fara yfir, ákvað rektor að draga ekki í land. Þess í stað var málinu haldið áfram, sem hefur kostað bæði skólann og okkur starfsmennina gríðarlega fjármuni og andlegt álag. Það virðist enginn af stjórnendunum hafa gefið gaum að orðsporsáhættunni fyrir skólann með því að leggja í þessa vegferð í upphafi. Og nú er málið til umfjöllunar í fjölmiðlum,“ segir Hanna. Grefur undan trausti Málið sé einnig fordæmisgefandi. Sé ekki staðið vörð um akademískt frelsi núna, geti hver sem er átt von á kæru byggðri á tæknilegum mistökum gervigreindar. „Það er sérstaklega grafalvarlegt þegar rektor sendir fyrirspurnarbréf erlendis til alþjóðlegra samstarfsaðila okkar um hugsanleg siðferðisbrot án þess að hafa fyrir því nokkur rök. Slíkt grefur undan trausti á íslenskri akademíu á alþjóðavettvangi, ekki bara Háskólanum á Bifröst. Ég minni á að þetta er innanhússmál þar sem engin utanaðkomandi ábending barst samanber málsgögn rektors.“ Samkvæmt gögnum sé málið heimatilbúið og að rektor og deildarforseti hafi sömuleiðis stofnað til nýrrar siðanefndar til þess eins að sinna þessu máli. „Ef ekki hefði verið leitað lögfræðiaðstoðar strax í upphafi, hefðum við aldrei komist að því hversu veikt og gallað þetta mál er í raun og veru.“ Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Háskólar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að yfirstjórn Bifrastar hefði notað gervigreindindarlíkanið Claude til að meta það hvort þrír starfsmenn skólans hefðu verið réttilega skráðir meðhöfundar tveggja fræðigreina. Að mati lögfræðinga starfsmannanna stríðir það gegn sjónarmiðum um persónuvernd og höfundarrétt. Hanna Kristín, ein þriggja starfsmanna sem eiga í hlut, segir það jafnfáránlegt og það sé hættulegt. Siðareglum snúið upp í refsivönd Félag akademískra starfsmanna við Bifröst samþykkti á fundi á miðvikudag að lýsa yfir vantrausti gegn Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor skólans, og deildarforseta viðskiptadeildar og rannsóknarstjóra skólans vegna þessa. Stjórn Bifrastar kemur saman á næstu dögum til að kanna málið og þá er málið komið fyrir siðanefnd Bifrastar en einnig hefur verið send ábending til Persónuverndar. Hanna Kristín birti í dag færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún deildi hugleiðingum sínum um aðdraganda og framvindu málsins sem fjölmiðlar greindu frá seint á miðvikudagskvöldið. Í færslunni segir hún yfirstjórn hafa misnotað siðanefnd skólans og snúið siðareglum upp í refsivönd. Þeir hafi sömuleiðis ekki rætt við hana né spurt hana út í vinnuferlið. „[Á]n þess að leggja fram einn einasta bókstaf af haldbærum rökum, var málinu vísað í íþyngjandi ferli til siðanefndar skólans. Stjórnendur vilja meina að þetta hafi bara verið “athugun” en ekki kæra. En málið er að öll erindi til siðanefndar eru afar íþyngjandi og hið alvarlegasta mál. Og að allt þetta hafi ekki verið leyst með einföldu samtali,“ segir hún. Aðalhöfundur staðfesti framlagið Málið varðar þverfaglega grein á sviðum stærðfræða, tölvunarfræða og viðskiptagreindar sem kynnt var í ráðstefnuriti. Aðalhöfundur greinarinnar er dr. Miroslav Hudec sem Hanna segir að hafi þegar sent ítarlega skriflega staðfestingu og sönnunargögn til rektors um að framlag Hönnu hefði verið ómissandi og að í raun hefði það verið siðferðisbrot að tilgreina hana ekki sem höfund. „Þrátt fyrir þessi skýru gögn, og þá staðreynd að við buðumst strax í upphafi til að sýna vinnuskjöl okkar, sem hefði tekið örfáar mínútur að fara yfir, ákvað rektor að draga ekki í land. Þess í stað var málinu haldið áfram, sem hefur kostað bæði skólann og okkur starfsmennina gríðarlega fjármuni og andlegt álag. Það virðist enginn af stjórnendunum hafa gefið gaum að orðsporsáhættunni fyrir skólann með því að leggja í þessa vegferð í upphafi. Og nú er málið til umfjöllunar í fjölmiðlum,“ segir Hanna. Grefur undan trausti Málið sé einnig fordæmisgefandi. Sé ekki staðið vörð um akademískt frelsi núna, geti hver sem er átt von á kæru byggðri á tæknilegum mistökum gervigreindar. „Það er sérstaklega grafalvarlegt þegar rektor sendir fyrirspurnarbréf erlendis til alþjóðlegra samstarfsaðila okkar um hugsanleg siðferðisbrot án þess að hafa fyrir því nokkur rök. Slíkt grefur undan trausti á íslenskri akademíu á alþjóðavettvangi, ekki bara Háskólanum á Bifröst. Ég minni á að þetta er innanhússmál þar sem engin utanaðkomandi ábending barst samanber málsgögn rektors.“ Samkvæmt gögnum sé málið heimatilbúið og að rektor og deildarforseti hafi sömuleiðis stofnað til nýrrar siðanefndar til þess eins að sinna þessu máli. „Ef ekki hefði verið leitað lögfræðiaðstoðar strax í upphafi, hefðum við aldrei komist að því hversu veikt og gallað þetta mál er í raun og veru.“
Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Háskólar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira