Sport

Dag­skráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Manchester liðin mætast í dag. 
Manchester liðin mætast í dag.  Zohaib Alam - MUFC/Manchester United via Getty Images

Dagurinn hefst í Dubai þar sem boðsmót í golfi fer fram. Svo er komið að enska boltanum, sem býður upp á stórleiki.

Manchester slagurinn milli United og City fer fram í hádeginu. Á sama tíma og topplið ensku Championship deildarinnar, Coventry, tekur á móti Leicester.

Fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni verða svo í sigtinu hjá DocZone klukkan þrjú, þeirra á meðal leikir stórliðanna Liverpool, Tottenham og Chelsea.

Laugardagsmörkin munu svo fara yfir allt það helsta úr leikjum dagsins áður en Nottingham Forest og Arsenal mætast síðdegis.

Boltinn heldur svo áfram að rúlla langt fram á kvöld og leitar vestanhafs þegar líða fer á kvöldið. Þar má finna útsláttarleik í NFL deildinni milli tveggja liða sem stefna á titilinn.


Sýn Sport

12:00 – Manchester United og Manchester City mætast í ensku úrvalsdeildinni.

14:45 – Doc Zone, upphitunarþáttur fyrir ensku úrvalsdeildina.

17:20 – Nottingham Forest og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeildinni.

21:30 – Denver Broncos og Buffalo Bills mætast í NFL úrslitakeppninni.


Sýn Sport 2

14:40 – Liverpool og Burnley mætast í ensku úrvalsdeildinni.

17:05 – Laugardagsmörkin, uppgjör úr ensku úrvalsdeildinni.


Sýn Sport 3

14:40 – Tottenham og West Ham mætast í ensku úrvalsdeildinni.


Sýn Sport 4

07:30 – Dubai Invitational fer fram á DP World Tour í golfi.

14:40 – Chelsea og Brentford mætast í ensku úrvalsdeildinni.


Sýn Sport 5

14:50 – Leeds og Fulham mætast í ensku úrvalsdeildinni.


Sýn Sport 6

14:50 – Sunderland og Crystal Palace mætast í ensku úrvalsdeildinni.


Sýn Sport Viaplay

12:25 – Coventry og Leicester eigast við í ensku B-deildinni.

14:55 – Oxford og Bristol mætast í ensku B-deildinni.

17:25 – Swansea og Birmingham mætast í ensku B-deildinni.

19:25 – Hertha BSC og Schalke 04 mætast í þýsku B-deildinni.

22:05 – Mammoth og Kraken mætast í NHL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×