Körfubolti

Bragi: Er að þroskast mikið sem leik­maður

Árni Jóhannsson skrifar
Bragi Guðmundsson á flugi.
Bragi Guðmundsson á flugi. Vísir / Anton Brink

Bragi Guðmundsson var einn af þeim leikmönnum sem sá til þess að Ármann lagði Valsmenn í 14. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Bragi endaði leikinn með 20 stig og 21 framlagsstig í 94-77 sigri Ármanns.

Bragi var mjög kátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Þetta er mjög næs. Við erum búnir að vera að reyna að ná liðinu okkar saman en alltaf er einhver rekinn og eitthvað í gangi. Nú erum við komnir saman og mér líst bara mjög vel á þetta lið.“

Brandon Averette lék fyrsta leik sinn fyrir Ármann og var Bragi spurður út í það hvað hann kæmi með inn í liðið fyrir Ármann.

„Hann kemur með mikið. Við eigum í vandræðum oft þegar ég og Daniel Love þurfum að setjast á bekkinn. Í kvöld tók Brandon við þegar við fórum útaf. Setti tvo þrista þarna og við getum haldið forystunni lengur með hann inn á og við förum út af.“

Það mætti segja að svona sigur hafi mögulega verið á leiðinni því það hefur verið stígandi í liðinu og góðar frammistöður komið alveg síðan í desember.

„Veið erum búnir að vera solid. Þetta hefur verið mikið betra undanfarið. Við áttum að vinna KR um daginn en það var okkur að kenna. Svo erum við að vinna Val sannfærandi í dag. Þeir voru sloppy í dag.“

Bragi hefur átt mjög gott tímabil og var spurður hvernig hann væri að horfa á það sem væri liðið og framhaldið svo.

„Ég horfi á þetta tímabil eins og það hefur verið. Mér finnst ég hafa staðið mig ágætlega og reyni að gera allt til að vinna. Ég er að þroskast mikið sem leikmaður. Ég er ekkert farinn að hugsa um framhaldið svo eða næsta tímabil.“

Ármann er komið með sex stig og hefur því jafnað ÍA að stigum og fyrst að Þór Þ. tapaði líka í kvöld þá er tækifæri fyrir Ármann að gera atlögu að því að halda sæti sínu í deildinni.

„Við erum að fara að gera það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×