Handbolti

Bein út­sending: Reynst sann­spár undan­farin ár og spáir nú fyrir gengi Ís­lands á EM

Aron Guðmundsson skrifar
Orri Freyr mun leika stórt hlutverk með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í handbolta.
Orri Freyr mun leika stórt hlutverk með íslenska landsliðinu á komandi Evrópumóti í handbolta. Vísir/Getty

Háskólinn í Reykja­vík hitar upp fyrir EM í hand­bolta með HR stofunni. Þar munu þeir Kristján Halldórs­son, kennari við íþrótta­fræði­deild HR, Pat­rekur Jóhannes­son, fyrr­verandi lands­liðs­maður í hand­bolta, og Arnar Péturs­son, lands­liðsþjálfari kvenna í hand­bolta, ræða málin, spá í spilin og fara yfir spálíkan Dr. Peter O‘Donog­hue, pró­fessors við íþrótta­fræði­deild HR.

Hingað til hefur Peter reynst mjög sannspár í sínum líkindareikningi en hann spáði því að Íslandi myndi enda í sjöunda til tólfta sæti á EM í handbolta í Þýskalandi árið 2024. Svo fór að liðið lenti í 10. sæti.

Einnig gerði Peter gerði spálíkan fyrir HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi. Hann spáði þá Íslandi í áttunda til tíunda sæti en Ísland lenti í 9. sæti. Það verður því spennandi að sjá hvort að Peter reynist eins sannspár í ár.

Peter O‘Donog­hueMynd: HR

Peter O‘Donoghue hefur starfað við íþróttafræðideild HR frá árinu 2022. Hann er þekktur vísindamaður í íþróttaheiminum sem hefur sérhæft sig á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) og m.a. starfað hjá enska knattspyrnusambandinu.

Bein útsending HR stofunnar hefst klukkan hálf eitt og verður hægt að fylgjast með henni í streymi hér fyrir neðan. 

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á EM á morgun þegar liðið mætir Ítalíu í fyrsta leik F-riðils. Mikil bjartsýni ríkir fyrir gengi liðsins á komandi móti en auk Ítalíu eru landslið Póllands og Ungverjalands í riðli Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×