Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2026 10:03 Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, sést hér með Andreas Wolff sem lét þessi hörðu orð falla og kveikti heldur betur í mótherjum kvöldsin Getty/Jürgen Fromme Þjóðverjar mæta Austurríkismönnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta í kvöld og það er óhætt að segja að markvörður þýska liðsins hafi tendrað bál með ummælum sínum fyrir leikinn. Andreas Wolff, markvörður Alfreðs Gíslasonar hjá þýska landsliðinu, bauð nefnilega upp miskunnarlausa gagnrýni á leikstíl austurríska landsliðsins. Wolff lýsti leikstíl Austurríkismanna sem „óaðlandi anti-handbolta“ og talaði sérstaklega um ljótan sóknarleik Austurríkis sem spilar mikið með sjö á móti sex. Orðavalið var ekki rétt Kollegi Wolff í austurríska landsliðinu brást undrandi við harðri gagnrýni þýska landsliðsmarkvarðarins á leikstíl þeirra. „Ég vona að hann viti sjálfur að orðavalið var ekki rétt. Ef einhver leikmaður í okkar liði þurfti á hvatningu að halda þá ætti hann að horfa aftur á myndbandið, þá koma síðustu prósentustigin til að gefa hundrað prósent. Við spilum bara okkar leik og sjáum hvað kemur út úr því,“ sagði Constantin Möstl, fyrir leikinn í kvöld en hann var „Þetta snýst frekar um orðavalið. Að hluta til var það ekki rétt hvernig maður talaði um andstæðinginn. En okkur er alveg skítsama. Ef það hjálpar til við að vinna, þá er mér alveg sama,“ sagði Möstl enn fremur. „Þetta hefur búið til auka hvatningu,“ útskýrir Tobias Wagner, línumaður Austurríkis. „Austurríki gegn Þýskalandi er alltaf stór viðureign, sérstaklega þar sem þetta hefur alltaf verið jafn leikur undanfarið. Við viljum brjóta ísinn og vinna leikinn,“ sagði Wagner. Vildi kannski senda viðvörunarmerki Juri Knorr, leikstjórnanda Þýskalands, fannst ummæli Wolffs líka „frekar agressív“. Þau endurspegli ekki það sem Austurríkismenn hafi gert undanfarin ár og hvernig þeir hafi þróast. „Ég held að Andi hafi í raun viljað tjá með þessu að hann beri mikla virðingu fyrir austurrískum handbolta. Kannski vildi hann líka senda viðvörunarmerki til liðsins okkar, því við höfum átt mjög erfitt uppdráttar í síðustu leikjum,“ sagði Knorr. „Fyrir mér var þetta hrós fyrir okkar sjö á móti sex leik. Við höfum strítt Þýskalandi einu sinni eða tvisvar með því,“ útskýrði Lukas Herburger sem spilar með Füchse Berlin. Liðsfélagi Wolff hjá Kiel, Nikola Bilyk, sagði að þeir hefðu þegar „hlegið að þessu“ með Wolff á sameiginlegu hóteli þeirra í Silkeborg en viðurkenndi einnig: „Þetta hittir samt íþróttamannshjartað. Ég held að við munum bregðast við því á morgun,“ sagði Bilyk. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Andreas Wolff, markvörður Alfreðs Gíslasonar hjá þýska landsliðinu, bauð nefnilega upp miskunnarlausa gagnrýni á leikstíl austurríska landsliðsins. Wolff lýsti leikstíl Austurríkismanna sem „óaðlandi anti-handbolta“ og talaði sérstaklega um ljótan sóknarleik Austurríkis sem spilar mikið með sjö á móti sex. Orðavalið var ekki rétt Kollegi Wolff í austurríska landsliðinu brást undrandi við harðri gagnrýni þýska landsliðsmarkvarðarins á leikstíl þeirra. „Ég vona að hann viti sjálfur að orðavalið var ekki rétt. Ef einhver leikmaður í okkar liði þurfti á hvatningu að halda þá ætti hann að horfa aftur á myndbandið, þá koma síðustu prósentustigin til að gefa hundrað prósent. Við spilum bara okkar leik og sjáum hvað kemur út úr því,“ sagði Constantin Möstl, fyrir leikinn í kvöld en hann var „Þetta snýst frekar um orðavalið. Að hluta til var það ekki rétt hvernig maður talaði um andstæðinginn. En okkur er alveg skítsama. Ef það hjálpar til við að vinna, þá er mér alveg sama,“ sagði Möstl enn fremur. „Þetta hefur búið til auka hvatningu,“ útskýrir Tobias Wagner, línumaður Austurríkis. „Austurríki gegn Þýskalandi er alltaf stór viðureign, sérstaklega þar sem þetta hefur alltaf verið jafn leikur undanfarið. Við viljum brjóta ísinn og vinna leikinn,“ sagði Wagner. Vildi kannski senda viðvörunarmerki Juri Knorr, leikstjórnanda Þýskalands, fannst ummæli Wolffs líka „frekar agressív“. Þau endurspegli ekki það sem Austurríkismenn hafi gert undanfarin ár og hvernig þeir hafi þróast. „Ég held að Andi hafi í raun viljað tjá með þessu að hann beri mikla virðingu fyrir austurrískum handbolta. Kannski vildi hann líka senda viðvörunarmerki til liðsins okkar, því við höfum átt mjög erfitt uppdráttar í síðustu leikjum,“ sagði Knorr. „Fyrir mér var þetta hrós fyrir okkar sjö á móti sex leik. Við höfum strítt Þýskalandi einu sinni eða tvisvar með því,“ útskýrði Lukas Herburger sem spilar með Füchse Berlin. Liðsfélagi Wolff hjá Kiel, Nikola Bilyk, sagði að þeir hefðu þegar „hlegið að þessu“ með Wolff á sameiginlegu hóteli þeirra í Silkeborg en viðurkenndi einnig: „Þetta hittir samt íþróttamannshjartað. Ég held að við munum bregðast við því á morgun,“ sagði Bilyk.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira