Körfubolti

Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í topp­sætið

Aron Guðmundsson skrifar
Tryggvi í leik með Bilbao á yfirstandandi tímabili
Tryggvi í leik með Bilbao á yfirstandandi tímabili Vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Tryggvi Snær Hlinason, lét til sín taka er lið hans Bilbao Basket lagði PAOK að velli í Evrópubikarnum í kvöld. Lokatölur 95-73 Bilbao í vil.

Tryggvi var sem fyrr í byrjunarliði Bilbao í leiknum. Hann spilaði alls nítján mínútur í kvöld og setti niður sex stig, reif niður sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar auk þess sem hann varði tvö skot. 

Bilbao leiddi leikinn nær allan tímann enb sigurinn sér til þess að liðið er nú eitt á toppi M-riðils Evrópubikarsins með einu stigi meira en PAOK þegar að þrjár umferðir hafa verið leiknar.

Næsti leikur Bilbao í keppninni er gegn Sporting frá Portúgal þann 21.janúar næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×