Erlent

Borgin ber enga á­byrgð í Gufunesbruna og stjórnar­maður í Truenorth segir tjónið ó­bætan­legt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann sem varð í Gufunesi í gærkvöldi. Ljóst er að tjónið er mikið en í leigusamningi sem Truenorth gerði við Reykjavíkurborg er allri ábyrgð á ástandi hússins vísað á leigutaka.

Við fjöllum síðan áfram um ástandið í Íran en einhverskonar íhlutun af hálfu Bandaríkjanna í málefnum landsins er nú talin verða líklegri með hverjum deginum. 

Að auki segjum fjöllum við um þingstörfin á Alþingi sem hefjast á morgun að loknu jólafríi en forseti þingsins býst við að málum á þingmálaskrá verði fjölgað nokkuð.

Einnig verður rætt við nýráðinn Þjóðaróperustjóra.

Í sportpakkanum er það svo verðandi stjóri Manchester United sem er gamalt brýni af Old Trafford og fjallað um hlauparann Baldvin Þór sem stórbætti Íslandsmet sitt um helgina.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. nóvember 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×