Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2026 08:01 Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson verður fulltrúi Íslands á hinum umdeildu „Steraleikum“ í maí en hann fór betur yfir framhaldið á Youtube-síðu sinni. Youtube/Hafthor Bjornsson Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson verður fulltrúi Íslands á hinum umdeildu „Steraleikum“ í maí, heita Enhanced Games á ensku, þar sem hann ætlar að slá heimsmet og næla sér í meira en þrjátíu milljónir króna í verðlaunafé. Hafþór tilkynnti þátttöku sína á „Steraleikunum“ fyrir helgi en hann hefur síðan sagt meira frá því hvernig hlutirnir verða hjá honum nú þegar hann ætlar sér að bæta heimsmetið í réttstöðulyftu í þriðja sinn á innan við einu ári. Láta þetta líta auðveldara út Hafþór segist vera mjög spenntur fyrir næstu mánuðum og að hann ætli sér að láta 515 kíló heimsmetslyftu sína líta auðveldari út en þegar hann bætti síðast heimsmetið með því að lyfta 510 kílóum síðasta haust. „Reyndar hljómar þetta ekki eins og mikið, en ég ætla að halda áfram að vera alveg náttúrulegur fyrsta mánuðinn að minnsta kosti. Ég mun auka kolvetnin og reyna að ná stöðugri svefni. Hugsa um rétta næringu og allt annað sem getur hjálpað mér að verða sterkari. En ég verð náttúrulegur fyrstu fjórar, sex vikurnar. Ég myndi segja að svona fjórum vikum fyrir keppni munum við byrja að setja eitthvað dót í líkamann,“ sagði Hafþór Júlíus í myndbandi á Youtube-síðu sinni. Fór í stórt hjartapróf „Þetta verður skemmtilegt ferðalag og gott fólk. Ég er spenntur að sjá hversu langt ég get tekið líkama minn í þetta skiptið. Með hjálp Enhanced Games, en þeir eru með frábært teymi og fullt af frábærum læknum. Ég var í Los Angeles fyrir ekki svo löngu síðan, svona mánuði síðan. Ég fór þar í stórt hjartapróf. Það var gott að sjá að hjartað mitt er í góðu ásigkomulagi. Ég þurfti að vera með hjartamæli í þrjá daga og það kom vel út,“ sagði Hafþór. „Þetta er bara eðlilegt fyrir íþróttamenn eins og mig og engin þykknun í hjartanu. Hjartað mitt er sterkt, það dælir vel svo það er allt gott. Þið vitið, ég hef farið í blóðprufur og ég skal vera hreinskilinn við ykkur, þið vitið, lifrargildin mín voru há, en það var viðbúið,“ sagði Hafþór. Ég ber fullt traust til þeirra „Ég fór í prufuna stuttu eftir að ég hætti að undirbúa mig fyrir 510 kílóa heimsmetslyftuna. Ég býst við að líkaminn verði mun betri í þetta skiptið. Ég er við góða heilsu og ég er spenntur að vinna með Enhanced Games. Ég ber fullt traust til þeirra. Þeir eru með frábært teymi af læknum. Þeir munu hugsa vel um mig. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framtíðinni og því sem koma skal,“ sagði Hafþór en það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f_eV-LJ5-68">watch on YouTube</a> Aflraunir Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Hafþór tilkynnti þátttöku sína á „Steraleikunum“ fyrir helgi en hann hefur síðan sagt meira frá því hvernig hlutirnir verða hjá honum nú þegar hann ætlar sér að bæta heimsmetið í réttstöðulyftu í þriðja sinn á innan við einu ári. Láta þetta líta auðveldara út Hafþór segist vera mjög spenntur fyrir næstu mánuðum og að hann ætli sér að láta 515 kíló heimsmetslyftu sína líta auðveldari út en þegar hann bætti síðast heimsmetið með því að lyfta 510 kílóum síðasta haust. „Reyndar hljómar þetta ekki eins og mikið, en ég ætla að halda áfram að vera alveg náttúrulegur fyrsta mánuðinn að minnsta kosti. Ég mun auka kolvetnin og reyna að ná stöðugri svefni. Hugsa um rétta næringu og allt annað sem getur hjálpað mér að verða sterkari. En ég verð náttúrulegur fyrstu fjórar, sex vikurnar. Ég myndi segja að svona fjórum vikum fyrir keppni munum við byrja að setja eitthvað dót í líkamann,“ sagði Hafþór Júlíus í myndbandi á Youtube-síðu sinni. Fór í stórt hjartapróf „Þetta verður skemmtilegt ferðalag og gott fólk. Ég er spenntur að sjá hversu langt ég get tekið líkama minn í þetta skiptið. Með hjálp Enhanced Games, en þeir eru með frábært teymi og fullt af frábærum læknum. Ég var í Los Angeles fyrir ekki svo löngu síðan, svona mánuði síðan. Ég fór þar í stórt hjartapróf. Það var gott að sjá að hjartað mitt er í góðu ásigkomulagi. Ég þurfti að vera með hjartamæli í þrjá daga og það kom vel út,“ sagði Hafþór. „Þetta er bara eðlilegt fyrir íþróttamenn eins og mig og engin þykknun í hjartanu. Hjartað mitt er sterkt, það dælir vel svo það er allt gott. Þið vitið, ég hef farið í blóðprufur og ég skal vera hreinskilinn við ykkur, þið vitið, lifrargildin mín voru há, en það var viðbúið,“ sagði Hafþór. Ég ber fullt traust til þeirra „Ég fór í prufuna stuttu eftir að ég hætti að undirbúa mig fyrir 510 kílóa heimsmetslyftuna. Ég býst við að líkaminn verði mun betri í þetta skiptið. Ég er við góða heilsu og ég er spenntur að vinna með Enhanced Games. Ég ber fullt traust til þeirra. Þeir eru með frábært teymi af læknum. Þeir munu hugsa vel um mig. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framtíðinni og því sem koma skal,“ sagði Hafþór en það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=f_eV-LJ5-68">watch on YouTube</a>
Aflraunir Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira