Veður

Óvissu­stig á vegi milli Kirkju­bæjarklausturs og Jökulsár­lóns

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það verður ekki þessi blíða við Jökulsárlón síðar í dag og í kvöld. Myndin er úr safni.
Það verður ekki þessi blíða við Jökulsárlón síðar í dag og í kvöld. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Óvissustig verður á veginum milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 15:00 í dag og fram eftir morgundeginum 12. janúar. Búast má við að vegurinn geti lokað með skömmum fyrirvara samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á suð- og austurhluta landsins. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld. Fyrstu veðurviðvaranirnar taka gildi klukkan níu í kvöld á Austfjörðum, Miðhálendinu og Suðausturlandi. Spáð er norðan fimmtán til 25 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum.

Fram kom í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun að von væri á hríðarverði austast á landinu í kvöld.


Tengdar fréttir

Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld

Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×