Innlent

Hryðjuverkamálið komið á dag­skrá Hæsta­réttar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ísidór og Sindri mæta fyrir Hæstarétt eftir rétt rúman mánuð.
Ísidór og Sindri mæta fyrir Hæstarétt eftir rétt rúman mánuð. Vísir/Vilhelm

Hryðjuverkamálið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar. Málið verður tekið fyrir þann 11. febrúar næstkomandi en tæpt ár er síðan Landsréttur staðfesti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Hæstiréttur samþykkti í maí síðastliðnum að taka málið fyrir en að mati réttarins hefur málið verulega almenna þýðingu. Mbl.is greinir fyrst frá að málið sé komið á dagskrá.  

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot. Á báðum dómsstigum hafa þeir verið sýknaðir af hryðjuverkahluta ákærunnar. Sindri var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir vopnalagabrot og Ísidór í fimmtán mánaða fangelsi.

Nánari umfjöllun um dóm Landsréttar má finna hér:

Fær nýjan verjanda

Hæstiréttur mun ekki skoða þann hluta málsins er varðar vopnalagabrot. Fram kom í rökstuðningi ríkissaksóknara þegar hann óskaði eftir áfrýjunarleyfi að tvímenningarnir hefðu verið ranglega sýknaðir af hryðjuverkaákærunni og dómurinn væri því bersýnilega rangur. Taldi hann jafnframt mikilvægt að fá úrlausn hæstaréttar í málinu.

Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs fær 120 mínútur í málflutningartíma fyrir Hæstarétti en Ásgeir Þór Árnason, nýr verjandi Ísidórs, fær sextíu mínútur. Einar Oddur Sigurðsson,  hefur hingað til verið verjandi hans en er ekki með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Bæði Ásgeir og Einar Oddur eru eigendur á lögmannsstofunni Lögmáli. 


Tengdar fréttir

Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir Hryðjuverkamálið svokallaða. Sakborningar þess, Sindri Snær Birgisson, 27 ára, og Ísidór Nathansson, 26 ára, hafa verið sýknaðir af ákæru um tilraun til hryðjuverka, bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×