Innlent

Enn eitt burðardýrið á leið í steininn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglufólk með fíkniefnahund á Keflavíkurflugvelli.
Lögreglufólk með fíkniefnahund á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Arnar

Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna.

Um er að ræða enn eitt burðardýrsmálið sem komið hefur upp hér á landi síðustu mánuði og ár þar sem fólk tekur áhættu að flytja fíkniefni til landsins gegn greiðslu eða vegna hótana.

Í dómi yfir manninum, Sarunas Juozaponis, kemur fram að hann hafi komið til landsins með flugi þann 22. nóvember síðastliðinn. Í ferðatösku hans hafi fundist fjórar flöskur með kókaíni á vökvaformi. Styrkleikinn hafi verið 55 til 57 prósent.

Juozaponis játaði brot sitt við þingfestingu málsins. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekkert hafi bent til þess að hann væri eigandi efnanna eða hefði tekið þátt í að skipuleggja innflutning þeirra með öðrum hætti en að samþykkja að flytja þau til landsins gegn greiðslu.

Frá refsingu mannsins dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt undanfarnar vikur eða frá því hann kom til landsins.


Tengdar fréttir

Refsing milduð yfir burðardýri

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir átján ára manni sem hafði smyglað inn þrettán kílóum af kókaíni til Ísland. Tekið var tillit til ungs aldurs mannsins og að ekkert benti til þess að hann hefði komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins.

Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka

Erlendur karlmaður með engin tengsl við landið hefur verið dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn tæplega 1,9 kíló af kókaíni í september síðastliðnum. Talið var ljóst að maðurinn væri ekki skipuleggjandi innflutningsins.

Hælis­leit­endur og börn í auknum mæli notuð sem burðar­dýr

Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, nýtt sem burðardýr í auknu mæli, og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×