Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2026 12:09 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í átta mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 7. janúar. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með því að hafa á alvarlegan hátt ítrekað ógnað heilsu og velferð hans með ofbeldi og hótunum. Hann hafi meðal annars slegið föður sinn með opnum lófa, í tvö skipti slegið föður sinn í tvö skipti með lampaskermi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á augnloki og augnsvæði og sár á augabrúnasvæð og sest ofan á föður sinn og vafið laki um höfuð hans. Hótaði að berja föður sinn í stöppu Þá hafi hann ítrekað hótað föður sínum ofbeldi en á hljóðupptöku hafi meðal annars eftirfarandi náðst: „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko.“ „Upp í Spöng að kaupa bjór og taka út í Arion banka. Maðurinn sem ætlaði niður á Suðurlandsbraut að taka út pening. Ef þú ferð ekki niður eftir fokking 10 mínútur, þá ber ég þig í stöppu. Ég tek tímann.“ Loks hafi hann verið ákærður fyrir brot gegn brottvísun af heimili, með því að hafa farið inn fyrir 50 metra radíussvæði frá miðju hússins og inn í íbúð í Reykjavík, þegar hann sætti nálgunarbanni og brottvísun af heimilinu. Með áfengissýki og fjölfíkn Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi brot hans verið talin sönnuð án frekari sönnunarfærslu. Undir meðferð málsins hafi geðlæknir verið dómkvaddur til þess að meta geðhag mannsins. Í samantekt læknisins komi fram að maðurinn sé haldinn áfengissýki og fjölfíkn, hann hafi verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og sé haldinn persónuleikaröskun. Hann hafi glímt við alvarlegan fíknisjúkdóm og hvatvísi frá því snemma á ævinni. Hann hafi sýnt af sér andfélagslega hegðun með endurteknu ofbeldi. Fíkn hans hafi verið samfelld og mikil frá unglingsárum og hann hafi ítrekað farið í meðferð. Hann hafi sýnt af sér erfiða og ógnandi hegðun sem hafi bitnað mikið á foreldrum hans og virðist ekki hafa sýnt mikla eftirsjá vegna þessarar hegðunar. Honum finnist sem faðir hans hafi á sinn hátt átt þetta skilið og þurfi hann að halda aftur af sér í reiði sinni gagnvart föður sínum. Greind í lægri kanti en sakfær Honum hafi gengið illa í skóla námslega en vel í íþróttum. Miðað við námslegan framgang megi ætla að greind sé í lægri kanti og samræmist það orðfæri í viðtölum við geðlækninn. Þá hafi hann einnig orðið fyrir höfuðhöggum, auk þess sem hann hafi neytt mikils magns vímuefna af ýmsu tagi. Þetta sé til þess fallið að skerða dómgreind hans og innsæi. Hann geti rætt um ákæruefnin og rakið málavöxtu að nokkru og svarað fyrir þau. Hann geri sér grein fyrir að verði sekt sönnuð geti það leitt til refsingar. Engar vísbendingar hafi verið um að hann hafi verið ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundur og hann sé því sakfær. Niðurstaða dómsins var sem áður segir að dæma manninn í átta mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, eina milljón króna. Dómsmál Heimilisofbeldi Fíkn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 7. janúar. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með því að hafa á alvarlegan hátt ítrekað ógnað heilsu og velferð hans með ofbeldi og hótunum. Hann hafi meðal annars slegið föður sinn með opnum lófa, í tvö skipti slegið föður sinn í tvö skipti með lampaskermi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á augnloki og augnsvæði og sár á augabrúnasvæð og sest ofan á föður sinn og vafið laki um höfuð hans. Hótaði að berja föður sinn í stöppu Þá hafi hann ítrekað hótað föður sínum ofbeldi en á hljóðupptöku hafi meðal annars eftirfarandi náðst: „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko.“ „Upp í Spöng að kaupa bjór og taka út í Arion banka. Maðurinn sem ætlaði niður á Suðurlandsbraut að taka út pening. Ef þú ferð ekki niður eftir fokking 10 mínútur, þá ber ég þig í stöppu. Ég tek tímann.“ Loks hafi hann verið ákærður fyrir brot gegn brottvísun af heimili, með því að hafa farið inn fyrir 50 metra radíussvæði frá miðju hússins og inn í íbúð í Reykjavík, þegar hann sætti nálgunarbanni og brottvísun af heimilinu. Með áfengissýki og fjölfíkn Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi brot hans verið talin sönnuð án frekari sönnunarfærslu. Undir meðferð málsins hafi geðlæknir verið dómkvaddur til þess að meta geðhag mannsins. Í samantekt læknisins komi fram að maðurinn sé haldinn áfengissýki og fjölfíkn, hann hafi verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og sé haldinn persónuleikaröskun. Hann hafi glímt við alvarlegan fíknisjúkdóm og hvatvísi frá því snemma á ævinni. Hann hafi sýnt af sér andfélagslega hegðun með endurteknu ofbeldi. Fíkn hans hafi verið samfelld og mikil frá unglingsárum og hann hafi ítrekað farið í meðferð. Hann hafi sýnt af sér erfiða og ógnandi hegðun sem hafi bitnað mikið á foreldrum hans og virðist ekki hafa sýnt mikla eftirsjá vegna þessarar hegðunar. Honum finnist sem faðir hans hafi á sinn hátt átt þetta skilið og þurfi hann að halda aftur af sér í reiði sinni gagnvart föður sínum. Greind í lægri kanti en sakfær Honum hafi gengið illa í skóla námslega en vel í íþróttum. Miðað við námslegan framgang megi ætla að greind sé í lægri kanti og samræmist það orðfæri í viðtölum við geðlækninn. Þá hafi hann einnig orðið fyrir höfuðhöggum, auk þess sem hann hafi neytt mikils magns vímuefna af ýmsu tagi. Þetta sé til þess fallið að skerða dómgreind hans og innsæi. Hann geti rætt um ákæruefnin og rakið málavöxtu að nokkru og svarað fyrir þau. Hann geri sér grein fyrir að verði sekt sönnuð geti það leitt til refsingar. Engar vísbendingar hafi verið um að hann hafi verið ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundur og hann sé því sakfær. Niðurstaða dómsins var sem áður segir að dæma manninn í átta mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, eina milljón króna.
Dómsmál Heimilisofbeldi Fíkn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira