Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2026 10:23 Samfylkingin fagnaði sigri með rúman fimmtung atkvæði í alþingiskosningunum árið 2024. Kostnaður flokksins við kosningarnar nam hátt í hundrað milljónum króna. Vísir/Anton Brink Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Þingkosningarnar sem boðað var til í lok nóvember 2024 eftir að Vinstri græn sprengdu ríkisstjórn þeirra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kostaði Samfylkinguna 92,2 milljónir króna samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2024 sem ríkisendurskoðun hefur staðfest. Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá árinu 2009: fékk rúman fimmtung atkvæða og fimmtán þingmenn sem skilaði honum í ríkisstjórn í fyrsta skipti frá kjörtímabilinu 2009 til 2013. Alls námu útgjöld samstæðu Samfylkingarinnar rúmum 182 milljónum króna, um 34 milljónum króna umfram tekjur af rekstrinum árið 2024. Þegar tekið hafði verið tillit til vaxtagjalda varð 44,8 milljóna króna tap af rekstri flokksins það ár. Mestu skuldirnar við eigendur skrifstofuhúsnæðisins Við loks ársins námu skuldir flokksins 221,3 milljónir en af þeim voru skammtímaskuldir rúmlega 71 milljón króna. Helstu lánadrottnar Samfylkingarinnar eru félögin Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur sem eiga húsnæði flokksins að Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur. Samfylkingin skuldar hvoru félagi um sig 66,3 milljónir króna. Á meðal eigenda Sigfúsarsjóðs samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum frá því fyrir þingkosningarnar árið 2024 eða eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum.Vísir/Anton Brink Eigendur Alþýðuhúss Reykjavíkur eru skráðir Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Óttar Magnús Yngvason og Pétur Jónsson. Hrein eign Samfylkingarinnar í lok árs nam tæpum 65 milljónum króna. Stærsti lánadrottininn gaf hámarksupphæð Langstærsti hluti tekna Samfylkingarinnar kom frá því opinbera. Flokkurinn fékk 85,3 milljónir króna í framlög úr ríkissjóði og 10,5 milljónir frá sveitarfélögunum. Þrjátíu og tveir lögaðilar lögðu flokknum samtals til tæpar níu milljónir króna. Átta þeirra gáfu lögbundið hámark, 550.000 krónur, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes auk Kaupfélags Skagfirðinga og HS Orka, Athygli vekur að Sigfúsarsjóður, annar tveggja stærstu lánadrottna Samfylkingarinnar, er einn þeirra lögaðila sem gaf hámarksupphæð sem leyfilegt var að gefa. Einstaklingar létu um 32 milljónir króna af hendi rakna til Samfylkingarinnar árið 2024. Tuttugu og sex þeirra gáfu yfir þrjú hundruð þúsund krónur og eru nafngreindir í ársreikningnum. Flestir þeirra voru kjörnir fulltrúar flokksins, þar á meðal Kristrún Frostadóttir, formaður og forsætisráðherra, Logi Einarsson, menntamálaráðherra, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Samfylkingin Uppgjör og ársreikningar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Þingkosningarnar sem boðað var til í lok nóvember 2024 eftir að Vinstri græn sprengdu ríkisstjórn þeirra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kostaði Samfylkinguna 92,2 milljónir króna samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2024 sem ríkisendurskoðun hefur staðfest. Flokkurinn hlaut sína bestu kosningu frá árinu 2009: fékk rúman fimmtung atkvæða og fimmtán þingmenn sem skilaði honum í ríkisstjórn í fyrsta skipti frá kjörtímabilinu 2009 til 2013. Alls námu útgjöld samstæðu Samfylkingarinnar rúmum 182 milljónum króna, um 34 milljónum króna umfram tekjur af rekstrinum árið 2024. Þegar tekið hafði verið tillit til vaxtagjalda varð 44,8 milljóna króna tap af rekstri flokksins það ár. Mestu skuldirnar við eigendur skrifstofuhúsnæðisins Við loks ársins námu skuldir flokksins 221,3 milljónir en af þeim voru skammtímaskuldir rúmlega 71 milljón króna. Helstu lánadrottnar Samfylkingarinnar eru félögin Sigfúsarsjóður og Alþýðuhús Reykjavíkur sem eiga húsnæði flokksins að Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur. Samfylkingin skuldar hvoru félagi um sig 66,3 milljónir króna. Á meðal eigenda Sigfúsarsjóðs samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum frá því fyrir þingkosningarnar árið 2024 eða eftir að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum.Vísir/Anton Brink Eigendur Alþýðuhúss Reykjavíkur eru skráðir Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, Óttar Magnús Yngvason og Pétur Jónsson. Hrein eign Samfylkingarinnar í lok árs nam tæpum 65 milljónum króna. Stærsti lánadrottininn gaf hámarksupphæð Langstærsti hluti tekna Samfylkingarinnar kom frá því opinbera. Flokkurinn fékk 85,3 milljónir króna í framlög úr ríkissjóði og 10,5 milljónir frá sveitarfélögunum. Þrjátíu og tveir lögaðilar lögðu flokknum samtals til tæpar níu milljónir króna. Átta þeirra gáfu lögbundið hámark, 550.000 krónur, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtækin Brim, Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes auk Kaupfélags Skagfirðinga og HS Orka, Athygli vekur að Sigfúsarsjóður, annar tveggja stærstu lánadrottna Samfylkingarinnar, er einn þeirra lögaðila sem gaf hámarksupphæð sem leyfilegt var að gefa. Einstaklingar létu um 32 milljónir króna af hendi rakna til Samfylkingarinnar árið 2024. Tuttugu og sex þeirra gáfu yfir þrjú hundruð þúsund krónur og eru nafngreindir í ársreikningnum. Flestir þeirra voru kjörnir fulltrúar flokksins, þar á meðal Kristrún Frostadóttir, formaður og forsætisráðherra, Logi Einarsson, menntamálaráðherra, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Samfylkingin Uppgjör og ársreikningar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira