Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Lovísa Arnardóttir skrifar 5. janúar 2026 15:42 Bráðum getur fólk skellt sér á skíði í Ártúnsbrekkunni. Það er þó líklegra lengra í að það verði hægt í Bláfjöllum, þar sem myndin er tekin. Vísir/Einar Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði. Nils Óskar Nilsson, verkefnastjóri hjá menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar, segir snjóframleiðsluna ganga vel í Ártúnsbrekkunni. „Það verður opnað í vikunni. En við ætlum að gefa okkur nægjanlegan tíma til þess að þekja þetta vel og búa til ágætis magn af snjó þannig að við sjáum fram á að geta haft opið mögulega lengur,“ segir hann. Starfsfólk miði við að opna á miðvikudag en það geti orðið seinna. Ekki er hægt að leigja búnað á svæðinu eins og í Bláfjöllum en munurinn sé einnig sá að fólk greiðir ekkert fyrir að fara í brekkurnar innan borgarmarkanna. Nils segir verslanir eins og Everest og Fjallakofann með leigur. Hann segir borgina stefna á að vera með sína leigu en það verði í tengslum við Vetrargarðinn sem á að rísa í Breiðholti. Hann segir brekkuna í Ártúnsbrekku henta bæði fullorðnum og börnum, á skíðum og brettum. Hann segir brekkuna henta breiðu getustigi og sé sérstaklega fyrir krakka. „En þetta er sennilega brattasta brekkan okkar hérna í bænum. Það kemur stallur sem er smá brattur, en hún er aflíðandi eftir það.“ Tilraunaverkefni í snjóframleiðslu Nils segist spenntur að geta loks opnað brekkuna en skíðasvæðin hafa verið lokuð í nær allan vetur utan þess þegar það snjóaði í október. „Það verður algjörlega frábært að geta opnað og að fá sem flesta út á skíði eða snjóbretti. Við náðum að hafa opnað fjóra daga núna í þessu snjóbrjálæði sem kom þarna í október,“ segir Nils. Haldist hitastigið svipað og veðrið sjái þeir fram á að geta haldið snjóframleiðslunni áfram og geta þá haft opið í nokkra daga. „Við erum í tilraunafasa með þetta verkefni, fáum dygga aðstoð frá Skíðasvæðinu í Bláfjöllum, en innan borgarmarkanna þá er þetta tilraunaverkefni og er svolítið samhangandi við það sem við sáum fyrir okkur rísa í Vetrargarðinum í Breiðholti. Við þurfum bara að sjá hvernig hitastigið í borginni fer með svona snjóbyssusnjó og hvernig þetta mun þróast. En eins og þetta lítur út núna, þá er þetta bara fáránlega flott og mun alveg svínvirka.“ Vetrargarðurinn í Breiðholti á að líta svona út. Reykjavíkurborg Erfiður vetur í Bláfjöllum Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, segir veturinn ekki hafa gengið vel og hann bíði spenntur eftir því að geta opnað. Það hafi verið mikil vonbrigði þegar það kom þriggja vikna rigning í desember og öll snjóframsleiðslan hafi bráðnað. Hún hafi hafist aftur á nýársdag og standi enn yfir. „Við hættum í gær um þrjú eða fjögur en byrjuðum aftur í morgun,“ segir hann og að það hafi hlýnað skart í gær. „Við búumst við að vinna fram yfir fram á miðjan dag á morgun en þá er bara komið algert skítaveður í bili,“ segir hann. Hann segir að búið sé að framleiða í barnasvæðið, í kringum skálann, færibönd og tvær lyftur og hann sjái fram á að geta opnað það fljótlega. „Við vorum tilbúnir fyrir jól og þá var meira að segja búið að troða brekkurnar þar sem hægt var að opna, en þá bara byrjaði þessi þriggja vikna rigning og hún eyddi einfaldlega öllum snjó sem var í fjallinu. Það fór ekki vel með okkur. Þetta voru mjög erfið jól fyrir okkur sem vinnum í fjöllunum.“ Snjóleysið erfitt á sálin Hann segir það sama hafa átt við í Hlíðarfjalli á Akureyri en þar hafi verið búið að opna og stefni í að opna á næstu dögum. Staðan sé þannig aðeins betri þar. „Þetta fer alveg á sálina á manni að það geti ekki snjóað almennilega.“ Hann segir þetta hafa gerst áður en það sé leiðinlegt þegar fólk er búið að vinna að því að gera svæðið klárt og þriggja vikna rigning eyðileggi þá vinnu án þess að nokkur komist á skíði. Snjóframleiðslan gengur vel i Bláfjöllum en þarf að vera í gangi aðeins lengur svo hægt verði að opna. Vísir/Viktor Freyr Einar segir erfitt að setja út einhverja ákveðna dagsetningu um opnun. Það fari eftir veðri og hitastigi. Það taki nokkra daga að byggja upp alla öxlina og svæðið. Hann vonist þó til þess að geta opnað fljótlega. Á meðan fólk bíði geti það vonandi nýtt sér skíðasvæðið í Ártúnsbrekku. Þeir láni snjótroðara þangað í vikunni til að gera brekkuna klára. „Það hefur verið mjög mikið að gera í þessum skíðalyftum í borginni þegar þær eru opnar. Það er bara magnað og frábært. Það er frítt í þetta þannig að þetta er stökkpallur fyrir kúnna áður en þeir koma til okkar,“ segir hann að lokum. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Nils Óskar Nilsson, verkefnastjóri hjá menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar, segir snjóframleiðsluna ganga vel í Ártúnsbrekkunni. „Það verður opnað í vikunni. En við ætlum að gefa okkur nægjanlegan tíma til þess að þekja þetta vel og búa til ágætis magn af snjó þannig að við sjáum fram á að geta haft opið mögulega lengur,“ segir hann. Starfsfólk miði við að opna á miðvikudag en það geti orðið seinna. Ekki er hægt að leigja búnað á svæðinu eins og í Bláfjöllum en munurinn sé einnig sá að fólk greiðir ekkert fyrir að fara í brekkurnar innan borgarmarkanna. Nils segir verslanir eins og Everest og Fjallakofann með leigur. Hann segir borgina stefna á að vera með sína leigu en það verði í tengslum við Vetrargarðinn sem á að rísa í Breiðholti. Hann segir brekkuna í Ártúnsbrekku henta bæði fullorðnum og börnum, á skíðum og brettum. Hann segir brekkuna henta breiðu getustigi og sé sérstaklega fyrir krakka. „En þetta er sennilega brattasta brekkan okkar hérna í bænum. Það kemur stallur sem er smá brattur, en hún er aflíðandi eftir það.“ Tilraunaverkefni í snjóframleiðslu Nils segist spenntur að geta loks opnað brekkuna en skíðasvæðin hafa verið lokuð í nær allan vetur utan þess þegar það snjóaði í október. „Það verður algjörlega frábært að geta opnað og að fá sem flesta út á skíði eða snjóbretti. Við náðum að hafa opnað fjóra daga núna í þessu snjóbrjálæði sem kom þarna í október,“ segir Nils. Haldist hitastigið svipað og veðrið sjái þeir fram á að geta haldið snjóframleiðslunni áfram og geta þá haft opið í nokkra daga. „Við erum í tilraunafasa með þetta verkefni, fáum dygga aðstoð frá Skíðasvæðinu í Bláfjöllum, en innan borgarmarkanna þá er þetta tilraunaverkefni og er svolítið samhangandi við það sem við sáum fyrir okkur rísa í Vetrargarðinum í Breiðholti. Við þurfum bara að sjá hvernig hitastigið í borginni fer með svona snjóbyssusnjó og hvernig þetta mun þróast. En eins og þetta lítur út núna, þá er þetta bara fáránlega flott og mun alveg svínvirka.“ Vetrargarðurinn í Breiðholti á að líta svona út. Reykjavíkurborg Erfiður vetur í Bláfjöllum Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, segir veturinn ekki hafa gengið vel og hann bíði spenntur eftir því að geta opnað. Það hafi verið mikil vonbrigði þegar það kom þriggja vikna rigning í desember og öll snjóframsleiðslan hafi bráðnað. Hún hafi hafist aftur á nýársdag og standi enn yfir. „Við hættum í gær um þrjú eða fjögur en byrjuðum aftur í morgun,“ segir hann og að það hafi hlýnað skart í gær. „Við búumst við að vinna fram yfir fram á miðjan dag á morgun en þá er bara komið algert skítaveður í bili,“ segir hann. Hann segir að búið sé að framleiða í barnasvæðið, í kringum skálann, færibönd og tvær lyftur og hann sjái fram á að geta opnað það fljótlega. „Við vorum tilbúnir fyrir jól og þá var meira að segja búið að troða brekkurnar þar sem hægt var að opna, en þá bara byrjaði þessi þriggja vikna rigning og hún eyddi einfaldlega öllum snjó sem var í fjallinu. Það fór ekki vel með okkur. Þetta voru mjög erfið jól fyrir okkur sem vinnum í fjöllunum.“ Snjóleysið erfitt á sálin Hann segir það sama hafa átt við í Hlíðarfjalli á Akureyri en þar hafi verið búið að opna og stefni í að opna á næstu dögum. Staðan sé þannig aðeins betri þar. „Þetta fer alveg á sálina á manni að það geti ekki snjóað almennilega.“ Hann segir þetta hafa gerst áður en það sé leiðinlegt þegar fólk er búið að vinna að því að gera svæðið klárt og þriggja vikna rigning eyðileggi þá vinnu án þess að nokkur komist á skíði. Snjóframleiðslan gengur vel i Bláfjöllum en þarf að vera í gangi aðeins lengur svo hægt verði að opna. Vísir/Viktor Freyr Einar segir erfitt að setja út einhverja ákveðna dagsetningu um opnun. Það fari eftir veðri og hitastigi. Það taki nokkra daga að byggja upp alla öxlina og svæðið. Hann vonist þó til þess að geta opnað fljótlega. Á meðan fólk bíði geti það vonandi nýtt sér skíðasvæðið í Ártúnsbrekku. Þeir láni snjótroðara þangað í vikunni til að gera brekkuna klára. „Það hefur verið mjög mikið að gera í þessum skíðalyftum í borginni þegar þær eru opnar. Það er bara magnað og frábært. Það er frítt í þetta þannig að þetta er stökkpallur fyrir kúnna áður en þeir koma til okkar,“ segir hann að lokum.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira