Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2026 11:09 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. „En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel. Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
„En þetta eru þannig tímar að það er mjög gott fyrir utanríkisráðherra og nefndina að funda reglulega saman vegna þeirrar stöðu sem er uppi í alþjóðastjórnmálum,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar, í samtali við fréttastofu að loknum fundi nefndarinnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki þótt afdráttarlaus í svörum sínum um það hvort Bandaríkin hafi brotið alþjóðalög með innrás sinni í Venesúela. Pawel, sem er flokksbróðir utanríkisráðherra, var því inntur eftir svörum um það hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þessa. „Ég held að ef maður lítur á lögmæti aðgerðanna sem slíkra þá sér maður kannski ekki í fljótu bragði með hvaða hætti þær samrýmast þeim grunngildum Sameinuðu þjóðanna og öðru því líku. Það er kannski stutta svarið í því. Á hinn bóginn hef ég auðvitað líka sagt að stjórn Maduros er ekki endilega stjórn sem hefur verið til fyrirmyndar, þetta er stjórn sem hefur fangelsað fullt af fólki án dóms og laga, það er fjöldi pólitískra fanga í landinu, fullt af fólki sem hefur horfið og verið drepið. Þannig að það verður líka kannski að hafa það í huga,“ svaraði Pawel. Veki „hófsama bjartsýni“ flóttafólks frá Venesúela Hann líti svo á að ástæða Bandaríkjanna fyrir aðgerðum sínum í Venesúela endurspeglist í nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem þau líti svo á að Ameríka öll eigi að tilheyra áhrifasvæði Bandaríkjanna og þau séu að beita sér í takt við þá stefnu. „Í mínum samtölum við flóttamenn frá Venesúela, sem eru núna á áttundu milljón í heiminum, fólk sem hefur flúið þetta ógeðslega stjórnarfar, þá mæta þau oft þessum fréttum með alla veganna svona hófsamri bjartsýni,“ bætir Pawel við. Má ekki segja að þetta sé hættuleg þróun þegar þjóð eins og Bandaríkin gera þetta með þessum hætti? „Við skulum alla vegana segja það þannig að heimurinn þar sem að stórveldi beita valdi til þess að ná sínu fram er ekki endilega heimur sem er betri fyrir ríki eins og okkar, smáríki sem að reiða sig á alþjóðalög í öllum sínum samskiptum. Það er ekki endilega betri heimur til að búa í,“ svarar Pawel. Ísland þurfi að halda áfram að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt, vera hófsöm í yfirlýsingum og halda áfram að vinna náið með nágranna- og bandalagsríkjum. Spurður hvort yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda séu ekki litaðar af þeirri staðreynd að Ísland eigi í tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin viðurkennir Pawel að það sé alveg ljóst að Bandaríkin séu eitt sterkasta bandalagsríki Íslands og séu mikilvæg vörnum landsins. Grænlendingar ákvarði framtíð Grænlands Inntur eftir svörum um Grænland, eftir endurtekin ummæli Bandaríkjastjórnar um að Bandaríkin verði að eignast Grænland, ítrekar Pawel að íslensk stjórnvöld, síðast forsætisráðherra í morgun, um stuðning Íslands við Grænland. „Það er náttúrlega Grænlendinga að ákveða um framtíð Grænlands en ekki einhverra annarra með sínum hnefarétti,“ segir Pawel.
Utanríkismál Viðreisn Grænland Venesúela Bandaríkin Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira