Körfubolti

„Þurfum að bæta varnar­leikinn um­tals­vert“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson var sáttur með sigurinn en telur sína menn geta gert mun betur í varnarleik sínum. 
Baldur Þór Ragnarsson var sáttur með sigurinn en telur sína menn geta gert mun betur í varnarleik sínum.  Vísir/Ernir

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur við stigin tvö þegar lið hans bar sigur úr býtum gegn KR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Baldur Þór vill þó sjá betri varnarleik hjá lærisveinum sínum í framhaldinu. 

„Það er kærkomið að landa sigri og byrja nýja árið á því að ná í tvö stig. Frammistaðan í þessum leik var fín en við þurfum að gera mun betur á varnarhelmingnum. Mér fannst varnarleikur beggja liða slakur í þessum leik,“ Baldur Þór Ragnarsson, sagði þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum.

„Við byrjuðum leikinn af krafti en þeir áttu auðvelt með að skora í þriðja leikhluta. Nýji leikmaðurinn þeirra er augljóslega með gæði og hann og aðrir leikmenn KR-liðsins sýndu hvers megnugir þeir eru þegar líða tók á leikinn,“ sagði Baldur Þór enn fremur.

„Lokamínúturnar tóku vissulega á taugarnar og það var frábært að við náðum að kreista fram sigur. Seth var öflugur í þessum leik og reyndist gulls ígildi á ögurstundu,“ sagði hann.

„Eins og ég sagði áðan er ég ekki ánægður með varnarleikinn í þessum leik og við munum leggja áherslu á þann hluta leiksins á æfingum fram að næsta leik. Við getum gert munum á þeim vettvangi,“ sagði Baldur um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×