Sport

Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Will Ferrell studdi dómara leiksins fremur en aðra í nótt.
Will Ferrell studdi dómara leiksins fremur en aðra í nótt. Kelly Smiley/NHLI via Getty Images

Will Ferrell vakti mikla lukku á leik Los Angeles Kings við Tampa Bay Lightning í NHL-deildinni í íshokkí vestanhafs í gær.

Ferrell er mikill stuðningsmaður Kings-liðsins og mætir reglulega á leiki. Hann var á leik næturinnar í Los Angeles klæddur í dómarabúning frá toppi til táar. 

Það vakti eðlilega mikla athygli og sjónvarpsmenn vestanhafs voru ekki lengi að finna hann í stúkunni. Eftir fyrsta leikhluta leiksins greip hann fréttakonan Carrlyn Bathe og tók hann tali. Ferrell var léttur, að venju.

„Ég æfði með strákunum sem eru hérna á svellinu. Þetta eru mínir bestu nemendur Brandon og Francis. Þeir dæma þetta mjög vel,“ sagði Ferrell um dómara leiksins. Hann hafi kennt þeim allt sem þeir kunna hvað dómgæsluna varðar.

„Það er aldrei vita nema ég fari inn á. Ef einn þeirra meiðist gæti ég þurft að sækja skautana og fara inn á,“ sagði Ferrell við skellihlægjandi fréttakonu.

Hann greindi þá frá því að hann hafi vissulega ekki sett á sig skauta í 15 ár.

Kings-liðið byrjaði leik næturinnar betur og leiddi 2-1 eftir fyrsta þriðjung. Eldingin frá Tampa Bay svaraði hins vegar fyrir sig, skoraði eina mark annars leikhluta og vann þann þriðja 3-1 og vann þar af leiðandi 5-3 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×