Innlent

Fluttur á sjúkra­hús eftir slys í Hrúta­firði

Eiður Þór Árnason skrifar
Slysið átti sér stað rétt norðan við Staðarskála samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Slysið átti sér stað rétt norðan við Staðarskála samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/vilhelm

Einn var fluttur slasaður á Landspítala nú síðdegis eftir bílveltu í Hrútafirði á Þjóðvegi 1 gegnt Borðeyri. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 16:40 á efsta forgangi vegna slyssins, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Hún hafi lent þar um 17:45 og korteri seinna lagt af stað með hinn slasaða til Reykjavíkur. Ásgeir hafði ekki upplýsingar um alvarleika meiðslanna eða hvort fleiri hafi verið í bílnum. RÚV greindi fyrst frá

Að sögn sjónarvottar er mikið af viðbragðsaðilum á vettvangi rétt norðan við Staðarskála og grunur um að slysið hafi verið alvarlegt.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×