Dæmd úr leik vegna skósóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 11:32 Anna Odine Ström strunsaði í burtu eftir að hún var dæmd úr leik og ræddi ekki við fjölmiöla. Getty/Christian Bruna Skíðastökkvarinn Anna Odine Strøm var dæmd úr leik á alþjóðlegu móti vegna skósóla sem uppfyllti ekki kröfur Alþjóðaskíðasambandsins, FIS. Fjórum klukkustundum eftir að keppni lauk varð ljóst að Anna Odine Strøm hefði verið dæmd úr leik í stórpallakeppninni á gamlárskvöld. Hún hafnaði upphaflega í ellefta sæti. „Við eftirlit eftir stökkið kom í ljós að hún var með aukainnlegg í sokknum. Samkvæmt reglugerðinni er aukabúnaður ekki leyfður, eins og í þessu tilfelli. Þetta er ástæðan fyrir því að hún er nú dæmd úr leik,“ útskýrði Sandro Pertile, keppnisstjóri hjá Alþjóða skíða- og snjóbrettasambandinu, á blaðamannafundi. Ny norsk diskvalifikasjon i Hoppuka: Anna Odine Strøm røk ut på grunn av skosålen https://t.co/KVKZXX8mwa— VG Sporten (@vgsporten) December 31, 2025 „Þetta er brot á búnaðarreglum, því fær hún einnig gult spjald,“ sagði Pertile enn fremur. Ström var í búnaðareftirliti í rúman hálftíma áður en hún hljóp fram hjá blaðamannasvæðinu án þess að segja orð. „Miðað við það sem sagt var í klefanum kemur þetta ekki svo á óvart,“ sagði Christian Meyer landsliðsþjálfari við NRK. Málið snýst um að Anna Odine Ström er með skakkar mjaðmir, sem hún hefur leiðrétt með því að bæta einum sentímetra í annan skóinn, að sögn landsliðsstjórans. „Anna Odine meiddist í Engelberg árið 2023. Við teljum að hún hafi meiðst vegna þess að það er munur á vinstri og hægri fæti. Þess vegna höfum við byggt upp hægri fótinn svo þeir séu í jafnvægi,“ sagði Meyer. Skósólinn veldur því að hámarkshæðin fer yfir mörkin um nákvæmlega einn sentímetra og FIS rannsakaði atvikið sem reglubrot. Keppnisstjórinn Pertile staðfestir að þeir hafi að lokum fengið gögn um hæðarmuninn á fótum Strøm. „Við tilkynntum þjálfurunum í Falun, „ef einhverjir keppendur nota tæknilegan aukabúnað verða þeir að láta okkur vita“. Okkur var gert viðvart um þetta eftir eftirlit dagsins. Eftir eftirlitið fengum við læknaskýrsluna. Næstu klukkustundir munum við fara yfir hana,“ sagði Pertile NRK. Þegar Meyer, skíðastökkþjálfari, er spurður út í ummæli Remen Evensen er hann að mestu leyti sammála. „FIS telur að við hefðum átt að spyrja þá fyrst. Við hefðum átt að gera það og það var heimskulegt að við gerðum það ekki,“ sagði Meyer en hvers vegna létu þau ekki vita? „Við tókum því sem gefnum hlut. Við héldum að það væri í lagi, þar sem við gerðum það af læknisfræðilegum ástæðum. Við höfum tekið nákvæmar mælingar á líkamanum, svo þetta er staðfest. En við hefðum átt að senda inn umsókn. Það er of slakt af okkur,“ viðurkennir hann. The jump for the first victory in almost 3 years for Anna Odine Stroem 🇳🇴🚀🏆#fisskijumping #worldcupwisla pic.twitter.com/eAafPMQVup— Viessmann FIS Ski Jumping World Cup (@FISskijumping) December 4, 2025 Skíðaíþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira
Fjórum klukkustundum eftir að keppni lauk varð ljóst að Anna Odine Strøm hefði verið dæmd úr leik í stórpallakeppninni á gamlárskvöld. Hún hafnaði upphaflega í ellefta sæti. „Við eftirlit eftir stökkið kom í ljós að hún var með aukainnlegg í sokknum. Samkvæmt reglugerðinni er aukabúnaður ekki leyfður, eins og í þessu tilfelli. Þetta er ástæðan fyrir því að hún er nú dæmd úr leik,“ útskýrði Sandro Pertile, keppnisstjóri hjá Alþjóða skíða- og snjóbrettasambandinu, á blaðamannafundi. Ny norsk diskvalifikasjon i Hoppuka: Anna Odine Strøm røk ut på grunn av skosålen https://t.co/KVKZXX8mwa— VG Sporten (@vgsporten) December 31, 2025 „Þetta er brot á búnaðarreglum, því fær hún einnig gult spjald,“ sagði Pertile enn fremur. Ström var í búnaðareftirliti í rúman hálftíma áður en hún hljóp fram hjá blaðamannasvæðinu án þess að segja orð. „Miðað við það sem sagt var í klefanum kemur þetta ekki svo á óvart,“ sagði Christian Meyer landsliðsþjálfari við NRK. Málið snýst um að Anna Odine Ström er með skakkar mjaðmir, sem hún hefur leiðrétt með því að bæta einum sentímetra í annan skóinn, að sögn landsliðsstjórans. „Anna Odine meiddist í Engelberg árið 2023. Við teljum að hún hafi meiðst vegna þess að það er munur á vinstri og hægri fæti. Þess vegna höfum við byggt upp hægri fótinn svo þeir séu í jafnvægi,“ sagði Meyer. Skósólinn veldur því að hámarkshæðin fer yfir mörkin um nákvæmlega einn sentímetra og FIS rannsakaði atvikið sem reglubrot. Keppnisstjórinn Pertile staðfestir að þeir hafi að lokum fengið gögn um hæðarmuninn á fótum Strøm. „Við tilkynntum þjálfurunum í Falun, „ef einhverjir keppendur nota tæknilegan aukabúnað verða þeir að láta okkur vita“. Okkur var gert viðvart um þetta eftir eftirlit dagsins. Eftir eftirlitið fengum við læknaskýrsluna. Næstu klukkustundir munum við fara yfir hana,“ sagði Pertile NRK. Þegar Meyer, skíðastökkþjálfari, er spurður út í ummæli Remen Evensen er hann að mestu leyti sammála. „FIS telur að við hefðum átt að spyrja þá fyrst. Við hefðum átt að gera það og það var heimskulegt að við gerðum það ekki,“ sagði Meyer en hvers vegna létu þau ekki vita? „Við tókum því sem gefnum hlut. Við héldum að það væri í lagi, þar sem við gerðum það af læknisfræðilegum ástæðum. Við höfum tekið nákvæmar mælingar á líkamanum, svo þetta er staðfest. En við hefðum átt að senda inn umsókn. Það er of slakt af okkur,“ viðurkennir hann. The jump for the first victory in almost 3 years for Anna Odine Stroem 🇳🇴🚀🏆#fisskijumping #worldcupwisla pic.twitter.com/eAafPMQVup— Viessmann FIS Ski Jumping World Cup (@FISskijumping) December 4, 2025
Skíðaíþróttir Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira