Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 08:00 Sivert Bakken var afar fær skíðaskotfimimaður og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana þegar hann lést. Getty/Kevin Voigt Norska skíðaskotfimisambandið íhugar nú að breyta undirbúningnum fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram undan eru í febrúar, eftir að landsliðsmaðurinn Sivert Bakken lést fyrir viku. Bakken fannst látinn á hótelherbergi sínu í ítalska alpabænum Lavaze. Liðsfélagar hans fundu hann þar þegar þeir fóru að undrast að hann hefði ekki skilað sér niður í morgunmat. Dánarorsök liggur ekki fyrir en búist er við krufningarskýrslu í þessari viku. Vitað er að Bakken var með sérstaka „hæðargrímu“ sem er gríma sem dregur úr súrefni og á að hjálpa til við að líkja eftir æfingum í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Í kjölfarið sendi norska síðaskotfimisambandið skilaboð til síns íþróttafólks um að hætta allir notkun á slíkum grímum. Eins og fyrr segir lést Bakken í bænum Lavaze en það er þar sem Norðmenn höfðu ætlað sér að taka sinn lokaundirbúning fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu 6.-22. febrúar. „Við höfum rætt við íþróttafólkið um hvort við eigum að vera þar,“ segir yfirþjálfarinn Per Arne Botnan í samtali við TV 2. Hins vegar er svo stutt í að leikarnir hefjist að ólíklegt verður að teljast að Norðmenn geti yfirhöfuð gert einhverjar breytingar á sínum áætlunum, þar sem hótel gætu til að mynda verið fullbókuð. „Lavaze hefur verið okkar staður í mjög mörg ár. Við höfum nýtt hann fyrir undirbúningsbúðir í mörg ár. Við höfum ekki kannað aðra staði enn þá, en vitum að margir aðrir staðir eru uppteknir,“ segir Botnan við VG. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira
Bakken fannst látinn á hótelherbergi sínu í ítalska alpabænum Lavaze. Liðsfélagar hans fundu hann þar þegar þeir fóru að undrast að hann hefði ekki skilað sér niður í morgunmat. Dánarorsök liggur ekki fyrir en búist er við krufningarskýrslu í þessari viku. Vitað er að Bakken var með sérstaka „hæðargrímu“ sem er gríma sem dregur úr súrefni og á að hjálpa til við að líkja eftir æfingum í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Í kjölfarið sendi norska síðaskotfimisambandið skilaboð til síns íþróttafólks um að hætta allir notkun á slíkum grímum. Eins og fyrr segir lést Bakken í bænum Lavaze en það er þar sem Norðmenn höfðu ætlað sér að taka sinn lokaundirbúning fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu 6.-22. febrúar. „Við höfum rætt við íþróttafólkið um hvort við eigum að vera þar,“ segir yfirþjálfarinn Per Arne Botnan í samtali við TV 2. Hins vegar er svo stutt í að leikarnir hefjist að ólíklegt verður að teljast að Norðmenn geti yfirhöfuð gert einhverjar breytingar á sínum áætlunum, þar sem hótel gætu til að mynda verið fullbókuð. „Lavaze hefur verið okkar staður í mjög mörg ár. Við höfum nýtt hann fyrir undirbúningsbúðir í mörg ár. Við höfum ekki kannað aðra staði enn þá, en vitum að margir aðrir staðir eru uppteknir,“ segir Botnan við VG.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira