Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Jón Þór Stefánsson skrifar 29. desember 2025 17:25 Karlmaðurinn játar að hafa hleypt af skoti á hótelherbergi á hótelinu Svörtu perlunni í sumar. Karlmaður sem grunaður er um að fremja rán og önnur ofbeldisbrot um miðjan nóvember afplánar nú eftirstöðvar fyrri dóma sem hann hefur hlotið. Sami maður var handtekinn í sumar eftir að hafa hleypt var af skoti á hótelinu Black Pearl í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Héldu heimilisfólki og gengu út með innanhússmuni Meint rán á maðurinn að hafa framið á heimili í félagi við fjóra aðra. Í úrskurðinum segir að þann 17. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn knúið dyra hússins ásamt einum öðrum og skipað einum af tveimur heimilismönnum að elda fyrir sig mat. Húsráðandinn varð ekki við þeirri beiðni, og í kjölfarið ruddust hinir þrír meintu ræningjarnir inn. Einn ræningjanna er sagður hafa veist að hinum heimilismanninum, konu, og ógnað henni með skotvopni og slegið hana í höfuðið með skefti vopnsins. Á meðan hafi annar þeirra haldið hinum heimilismanninum, karlmanninum sem neitaði að elda, þannig að hann gæti ekki aðstoðað konuna. Í sömu mund hafi hinir grunuðu rænt innanhússmunum, tekið sjónvarp af veggjum og borið í sendibíl. Og síðar fatnað, skópar og stól og haft það á brott með sér. Jafnframt eru þeir grunaðir um að ræna hálsmeni. Húsráðendurnir tveir þekktu alla ræningjana og sögðu lögreglu hverjir hefðu átt í hlut. Karlinn sagðist hafa verið með tveimur ræningjanna kvöldið áður og þeir þá haft orð á því að þeir hygðust ræna einhvern um kvöldið, en sjálfur hafi hann ekki viljað taka þátt í því. Áðurnefndur maður sem grunaður er í málinu var handtekinn tveimur dögum síðar og neitaði þá sök, hann hafi ekki verið á svæðinu. Hins vegar sagði kona sem einnig er grunuð í málinu að hún hafi farið á umrætt heimili ásamt manninum og fleirum þetta kvöld. Tók byssu föðurins og hleypti af Maðurinn er, líkt og áður segir, grunaður um fleiri brot. Kvöldið 11. júlí síðastliðinn er hann grunaður um að hafa hleypt af skotvopni á hótelherbergi á hótelinu Svörtu perlunni í miðbæ Reykjavíkur. Nokkrir aðrir voru með honum inni í herberginu þegar hleypt var af. Í skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn að hafa tekið vopnið ófrjálsri hendi úr byssuskáp föður síns og síðan skotið úr því á hótelinu. Málið vakti talsverða athygli í sumar, en umfangsmikil lögregluaðgerð var við Tryggvagötu vegna skotsins. Fundu heimatilbúið spjót eftir hrottafengna árás Þá liggur maðurinn undir grun í fimm málum er varða líkamsárásir. Í einu máli er hann talinn hafa, í félagi við aðra, ráðist á mann með útdraganlegum kylfum með því að lemja hann í höfuð og fingur. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa legið eftir alblóðugur. Vitni sagði árásarmennina hafa komið og farið á hvítum jeppling sem lögregla lagði hald á. Í bílnum fundust meðal annars blóðugur fatnaður, heimatilbúið spjót og exi. Þá er hann í öðru máli grunaður um árás við heimili sitt í Hafnarfirði sem skildi þann sem varð fyrir ofbeldinu með rifbeinsbrot og aðra áverka. Hann er einnig talinn hafa kýlt og sparkað í andlit liggjandi manns á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn. Einnig er hann grunaður um árásir í ágúst og október í fyrra. Ofan á þetta er maðurinn grunaður um fjárkúgun og frelsissviptingu sem mun hafa verið framin í október síðastliðnum. Einnig er hann til rannsóknar vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Hann neitar sök í öllum ofangreindum málum nema í því sem varðar skotið á hótelherberginu. Afplánar fyrri dóma Manninum hefur verið gert að afplána eftirstöðvar tveggja dóma. Annars vegar hlaut hann sextíu daga dóm í fyrra fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns sem var við skyldustörf og hóta honum og fjölskyldu hans lífláti. Hins vegar hlaut hann tveggja ára og tveggja mánaða dóm fyrir líkamsárás við skemmtistaðinn Græna hatinn á Akureyri. Dómsmál Tengdar fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. 13. júlí 2025 11:01 Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík. 12. júlí 2025 07:06 Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. 12. júlí 2025 00:16 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur hefur staðfest. Héldu heimilisfólki og gengu út með innanhússmuni Meint rán á maðurinn að hafa framið á heimili í félagi við fjóra aðra. Í úrskurðinum segir að þann 17. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn knúið dyra hússins ásamt einum öðrum og skipað einum af tveimur heimilismönnum að elda fyrir sig mat. Húsráðandinn varð ekki við þeirri beiðni, og í kjölfarið ruddust hinir þrír meintu ræningjarnir inn. Einn ræningjanna er sagður hafa veist að hinum heimilismanninum, konu, og ógnað henni með skotvopni og slegið hana í höfuðið með skefti vopnsins. Á meðan hafi annar þeirra haldið hinum heimilismanninum, karlmanninum sem neitaði að elda, þannig að hann gæti ekki aðstoðað konuna. Í sömu mund hafi hinir grunuðu rænt innanhússmunum, tekið sjónvarp af veggjum og borið í sendibíl. Og síðar fatnað, skópar og stól og haft það á brott með sér. Jafnframt eru þeir grunaðir um að ræna hálsmeni. Húsráðendurnir tveir þekktu alla ræningjana og sögðu lögreglu hverjir hefðu átt í hlut. Karlinn sagðist hafa verið með tveimur ræningjanna kvöldið áður og þeir þá haft orð á því að þeir hygðust ræna einhvern um kvöldið, en sjálfur hafi hann ekki viljað taka þátt í því. Áðurnefndur maður sem grunaður er í málinu var handtekinn tveimur dögum síðar og neitaði þá sök, hann hafi ekki verið á svæðinu. Hins vegar sagði kona sem einnig er grunuð í málinu að hún hafi farið á umrætt heimili ásamt manninum og fleirum þetta kvöld. Tók byssu föðurins og hleypti af Maðurinn er, líkt og áður segir, grunaður um fleiri brot. Kvöldið 11. júlí síðastliðinn er hann grunaður um að hafa hleypt af skotvopni á hótelherbergi á hótelinu Svörtu perlunni í miðbæ Reykjavíkur. Nokkrir aðrir voru með honum inni í herberginu þegar hleypt var af. Í skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn að hafa tekið vopnið ófrjálsri hendi úr byssuskáp föður síns og síðan skotið úr því á hótelinu. Málið vakti talsverða athygli í sumar, en umfangsmikil lögregluaðgerð var við Tryggvagötu vegna skotsins. Fundu heimatilbúið spjót eftir hrottafengna árás Þá liggur maðurinn undir grun í fimm málum er varða líkamsárásir. Í einu máli er hann talinn hafa, í félagi við aðra, ráðist á mann með útdraganlegum kylfum með því að lemja hann í höfuð og fingur. Sá sem varð fyrir árásinni mun hafa legið eftir alblóðugur. Vitni sagði árásarmennina hafa komið og farið á hvítum jeppling sem lögregla lagði hald á. Í bílnum fundust meðal annars blóðugur fatnaður, heimatilbúið spjót og exi. Þá er hann í öðru máli grunaður um árás við heimili sitt í Hafnarfirði sem skildi þann sem varð fyrir ofbeldinu með rifbeinsbrot og aðra áverka. Hann er einnig talinn hafa kýlt og sparkað í andlit liggjandi manns á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní síðastliðinn. Einnig er hann grunaður um árásir í ágúst og október í fyrra. Ofan á þetta er maðurinn grunaður um fjárkúgun og frelsissviptingu sem mun hafa verið framin í október síðastliðnum. Einnig er hann til rannsóknar vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Hann neitar sök í öllum ofangreindum málum nema í því sem varðar skotið á hótelherberginu. Afplánar fyrri dóma Manninum hefur verið gert að afplána eftirstöðvar tveggja dóma. Annars vegar hlaut hann sextíu daga dóm í fyrra fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns sem var við skyldustörf og hóta honum og fjölskyldu hans lífláti. Hins vegar hlaut hann tveggja ára og tveggja mánaða dóm fyrir líkamsárás við skemmtistaðinn Græna hatinn á Akureyri.
Dómsmál Tengdar fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. 13. júlí 2025 11:01 Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík. 12. júlí 2025 07:06 Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. 12. júlí 2025 00:16 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum sem voru handteknir aðfarnótt laugardags eftir að skotvopni var hleypt af á hótelherbergi. 13. júlí 2025 11:01
Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík. 12. júlí 2025 07:06
Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sérsveitin lokaði af Tryggvagötu í stórri lögregluaðgerð upp úr ellefuleytinu í kvöld. Aðgerðinni lauk með því að maður var leiddur í járnum út úr Svörtu perlunni að Tryggvagötu 18. 12. júlí 2025 00:16