Erlent

Brenndu rangt lík

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bæði líkin voru á Queen Elizabeth university hospital í Glasgow.
Bæði líkin voru á Queen Elizabeth university hospital í Glasgow. Getty

Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna.

Mistökin uppgötvuðust eftir að jarðarförinni og brennslunni var lokið. Aðstandendur gátu því ekki fengið að sjá jarðneskar leifar í jarðarför þess sem var brenndur vegna mistakanna.

Forsvarsmenn NHS hafa beðið báðar fjölskyldur afsökunar og segja að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Bæði líkin voru á Queen Elizabeth-sjúkrahúsinu í Glasgow, stærsta sjúkrahúsi Skotlands. Verklagi um auðkenningu og merkingu líka fyrir flutning úr líkhúsinu var ekki fylgt samkvæmt The Guardian.

Starfsmenn sem komu að málinu hafa verið leystir tímabundið frá störfum.

„Við erum með mjög stranga ferla við auðkenningu og merkingu, líka frá því þau koma í líkhúsin okkar þar til þau eru afhent í umsjá útfararstjóra,“ segir Scott Davidson, forstjóri lækninga hjá NHS. 

„Það er mjög miður að þessum ferlum hafi ekki verið fylgt í þetta sinn og að vegna þess hafi tvær fjölskyldur orðið fyrir verulegri viðbótarþjáningu á þegar mjög erfiðum tímum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×