Innlent

Landeldi í vexti og lög­regla lokar áfengisverslunum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða lesnar klukkan 12. vísir

Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum.

Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar verður einnig rætt við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem réðist í aðgerðir í gær þar sem fjórum verslunum sem halda úti netverslun með áfengi var lokað í gær. 

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um sjálfvirka lyfjaskammtara, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, sem hafa reynst gríðarlega vel að sögn sviðsstjóra hjá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá verður einnig rætt við formann Bændasamtakanna sem kallar eftir raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum.

Í sportinu verður fótboltinn meðal annars í fyrirrúmi nú milli jóla og nýárs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×