Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. desember 2025 23:17 Trump á samkomu í síðustu viku. AP Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst hraðar en björtustu spár höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi, þar sem útflutningur jókst og innlend eftirspurn var sterk. Hagvöxtur mælist nú 4,3 á ársgrundvelli, en á öðrum ársfjórðungi mældist hann 3,8 prósent, og er því um að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur á síðustu tveimur árum. Erlendir miðlar eins og BBC fjalla um málið en þar segir að Bandaríkjamenn hafi verið að fást við ýmsar áskoranir í innflytjendamálum og milliríkjaviðskiptum, en hagkerfið hafi staðið þetta af sér. Fram kemur að innflutningur Bandararíkjamanna hafi dregist saman í kjölfar umfangsmikilla innflutningstolla sem ríkisstjórn Donalds Trump lagði á flest önnur ríki. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna fara yfir málin.AP Útflutningur hafi aftur á móti aukist verulega, eða um allt að 7,4 prósent. Aftur á móti hafi dregið úr fjárfestingum í Bandaríkjunum, og þá sé húsnæðismarkaðurinn erfiður erfiður og vextir enn þokkalega háir. „Þetta hagkerfi hefur staðið af sér allar dómsdagsspár síðan 2022,“ segir Aditya Bhave, aðalhagfræðingur bankans Bank of America við BBC. Hagvöxturinn hafi verið umfram spár bankans, sem gerðu ráð fyrir um 3,2 prósenta vexti. Í umfjöllun Telegraph er fullyrt að hagvöxturinn sé drifinn áfram af gríðarlegum fjárfestingum í gervigreindarfyrirtækjum og gagnaverum í tengslum við þau. Haft er eftir sérfræðingum þýska bankans Deutsche Bank, að án gervigreindarverkefnanna hefði hagvöxtur í Bandaríkjunum sennilega verið neikvæður. Í frétt Telegraph segir að útflutningur hafi aukist um 8,8 prósent á ársgrundvelli, og innflutningur dregist saman um 4,7 prósent. Donald Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að árangurinn væri ábyrgri ríkisstjórn og tollastefnunni að þakka. „Fulla ferð áfram í gullöld Trumps. Við erum rétt að byrja,“ sagði hann. Truth Social Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Erlendir miðlar eins og BBC fjalla um málið en þar segir að Bandaríkjamenn hafi verið að fást við ýmsar áskoranir í innflytjendamálum og milliríkjaviðskiptum, en hagkerfið hafi staðið þetta af sér. Fram kemur að innflutningur Bandararíkjamanna hafi dregist saman í kjölfar umfangsmikilla innflutningstolla sem ríkisstjórn Donalds Trump lagði á flest önnur ríki. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna fara yfir málin.AP Útflutningur hafi aftur á móti aukist verulega, eða um allt að 7,4 prósent. Aftur á móti hafi dregið úr fjárfestingum í Bandaríkjunum, og þá sé húsnæðismarkaðurinn erfiður erfiður og vextir enn þokkalega háir. „Þetta hagkerfi hefur staðið af sér allar dómsdagsspár síðan 2022,“ segir Aditya Bhave, aðalhagfræðingur bankans Bank of America við BBC. Hagvöxturinn hafi verið umfram spár bankans, sem gerðu ráð fyrir um 3,2 prósenta vexti. Í umfjöllun Telegraph er fullyrt að hagvöxturinn sé drifinn áfram af gríðarlegum fjárfestingum í gervigreindarfyrirtækjum og gagnaverum í tengslum við þau. Haft er eftir sérfræðingum þýska bankans Deutsche Bank, að án gervigreindarverkefnanna hefði hagvöxtur í Bandaríkjunum sennilega verið neikvæður. Í frétt Telegraph segir að útflutningur hafi aukist um 8,8 prósent á ársgrundvelli, og innflutningur dregist saman um 4,7 prósent. Donald Trump sagði í færslu á samfélagsmiðlum að árangurinn væri ábyrgri ríkisstjórn og tollastefnunni að þakka. „Fulla ferð áfram í gullöld Trumps. Við erum rétt að byrja,“ sagði hann. Truth Social
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira