Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sindri Sverrisson skrifar 24. desember 2025 09:00 Sivert Guttorm Bakken ætlaði sér á Vetrarólympíuleikana í febrúar. Getty/Kevin Voigt Liðsfélagar norska skíðaskotfimikappans Sivert Guttorm Bakken fóru að undrast um hann þegar hann hafði ekki skilað sér niður í morgunmat í gær, á hóteli landsliðsins á Ítalíu. Þeir fundu hann látinn inni á herbergi en Bakken var aðeins 27 ára gamall. Bakken hafði átt góðu gengi að fagna á heimsbikarmótum að undanförnu og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar. Hætti í tvö ár vegna hjartavandamála Hann var kominn á fulla ferð í sinni íþrótt, eftir að hafa neyðst til að draga sig í hlé vegna hjartavöðvubólgu sem hann kvaðst hafa farið að finna fyrir eftir þriðja skammt af bóluefni gegn Covid. Það tók hann næstum tvö ár að snúa aftur til hefðbundinna æfinga en það tókst í fyrra og Bakken virtist á hárréttri braut fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu. Bakken var mættur í alpabæinn Lavaze, eftir að hafa keppt í heimsbikarnum í Le Grand-Bornand í Frakklandi í síðustu viku. Ítölsk yfirvöld rannsaka nú andlát hans og segir Emilie Nordskar, framkvæmdastjóri norska skíðaskotfimisambandsins, að dánarorsök liggi ekki fyrir. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu Siverts og öllum þeim sem stóðu honum næst. Við vinnum með ítölskum yfirvöldum á staðnum,“ sagði Nordskar í fréttatilkynningu. Dánarorsök liggur ekki fyrir Ítalskir miðlar á borð við La Gazzetta dello Sport segja Bakken hafa látist vegna veikinda en í samtali við NRK í Noregi segir Nordskar ekki hægt að segja mikið að svo stöddu. „Það sem við vitum er að Sivert fanns látinn á hótelherbergi sínu í alpabænum Laveze á Ítalíu í dag. Við erum auðvitað í sambandi við ítölsku lögregluna á svæðinu. Hún er á fullu og við vinnum náið með henni. Við vitum ekki hver dánarorsökin er. Það er lögreglunnar að finna út úr því. Núna styðjum við við fjölskyldu Siverts og hans nánasta fólk, liðsfélaga og aðra í skíðaskotfimifjölskyldunni,“ sagði Nordskar en efnt var til minningarathafnar í Lillehammer í gærkvöld. Bakken vann tvenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum ungmenna árið 2016 og hann vann sín fyrstu og einu heimsbikargullverðlaun í Holmenkollen árið 2022, áður en hann þurfti að draga sig í hlé eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira
Bakken hafði átt góðu gengi að fagna á heimsbikarmótum að undanförnu og var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana sem fram fara í febrúar. Hætti í tvö ár vegna hjartavandamála Hann var kominn á fulla ferð í sinni íþrótt, eftir að hafa neyðst til að draga sig í hlé vegna hjartavöðvubólgu sem hann kvaðst hafa farið að finna fyrir eftir þriðja skammt af bóluefni gegn Covid. Það tók hann næstum tvö ár að snúa aftur til hefðbundinna æfinga en það tókst í fyrra og Bakken virtist á hárréttri braut fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara einmitt fram á Ítalíu. Bakken var mættur í alpabæinn Lavaze, eftir að hafa keppt í heimsbikarnum í Le Grand-Bornand í Frakklandi í síðustu viku. Ítölsk yfirvöld rannsaka nú andlát hans og segir Emilie Nordskar, framkvæmdastjóri norska skíðaskotfimisambandsins, að dánarorsök liggi ekki fyrir. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu Siverts og öllum þeim sem stóðu honum næst. Við vinnum með ítölskum yfirvöldum á staðnum,“ sagði Nordskar í fréttatilkynningu. Dánarorsök liggur ekki fyrir Ítalskir miðlar á borð við La Gazzetta dello Sport segja Bakken hafa látist vegna veikinda en í samtali við NRK í Noregi segir Nordskar ekki hægt að segja mikið að svo stöddu. „Það sem við vitum er að Sivert fanns látinn á hótelherbergi sínu í alpabænum Laveze á Ítalíu í dag. Við erum auðvitað í sambandi við ítölsku lögregluna á svæðinu. Hún er á fullu og við vinnum náið með henni. Við vitum ekki hver dánarorsökin er. Það er lögreglunnar að finna út úr því. Núna styðjum við við fjölskyldu Siverts og hans nánasta fólk, liðsfélaga og aðra í skíðaskotfimifjölskyldunni,“ sagði Nordskar en efnt var til minningarathafnar í Lillehammer í gærkvöld. Bakken vann tvenn gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum ungmenna árið 2016 og hann vann sín fyrstu og einu heimsbikargullverðlaun í Holmenkollen árið 2022, áður en hann þurfti að draga sig í hlé eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira