Sport

Há­punktur ársins að jafna pabba á heima­velli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í fjórða sinn í sumar, líkt og Björgvin faðir hennar afrekaði á sínum tíma.
Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í fjórða sinn í sumar, líkt og Björgvin faðir hennar afrekaði á sínum tíma.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, endaði árið á góðum nótum í Marokkó og fer jákvæð inn í jólafrí og næsta tímabil, þar sem hún mun njóta góðs af nýstofnuðum launasjóði. Hápunktur ársins var hins vegar Íslandsmeistaratitilinn í sumar. 

Guðrún Brá barðist í óvæntu ofsaveðri í Marokkó í síðustu viku um sæti á Evrópumótaröðinni. Hún leiddi listann eftir fyrsta keppnisdag en var á endanum tveimur höggum frá því að tryggja sér fullan keppnisrétt og verður því með hálfan þátttökurétt á næststerkustu mótaröð heims á næsta ári.

„Ég náði næstbesta árangrinum sem ég hefði getað náð, þannig að ég fer bara sátt í jólafrí. Þetta er mjög langt og erfitt mót, það er hærra spennustig þarna en vanalega. Þetta er ótrúlega lítill munur, á topp tuttugu eða ekki, munaði bara tveimur höggum“ sagði Guðrún, sem þurfti ekki bara að þreyta fjögurra daga úrtökumót heldur einnig þriggja daga inntökumót áður.

Glæsilegur árangur og Guðrún fer sátt í jólafríið en hápunkti ársins var ekki endilega náð í Marokkó heldur í Golfklúbbi Keilis í haust.

„Mjög skemmtilegt í sumar að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli, það var extra skemmtileg og pabbi er búinn að vinna fjórum sinnum þannig að ég náði honum“ sagði Guðrún, dóttir Björn Sigurbergssonar.

Björgvin (l.t.v.) var liðsstjóri landsliðsins á EM 2017. Guðrún sést fyrir miðju á myndinni. 

Skiptir öllu máli 

Undirbúningur fyrir næsta tímabil hjá atvinnukylfingnum hefst strax á nýju ári og þar mun koma sér vel að Guðrún var ein af tveimur golfurum sem fékk úthlutað úr launasjóði ÍSÍ.

„Það skiptir öllu máli, þetta er bara frábært skref fyrir íslenskar íþróttir og afreksfólk, þannig að vonandi bara stækkar þetta með árunum.“

Rætt var við Guðrúnu í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×