Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2025 21:51 Frá Blönduósi. Einar Árnason Hringvegurinn mun styttast umtalsvert á nokkrum köflum á Suðausturlandi á næstu tíu til fimmtán árum. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir styttingu framhjá Blönduósi, samkvæmt áformum sem kynnt eru í samgönguáætlun. Í fréttum Sýnar var fjallað um fyrirhugaðar styttingar á hringveginum, meðal annars langþráða styttingu í Hornafirði, sem stutt er í. Framkvæmdir við lagningu nýs vegar þvert yfir Hornafjörð hafa staðið yfir í þrjú ár og stóð til að opna hann fyrir þessi áramót. Núna segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að það eigi enn eftir að leggja bundið slitlag á veginn. Það verði ekki gert að vetri og því séu menn að horfa til næsta vors með opnun. Þá fæst tólf kílómetra stytting hringvegarins sem talin er skila ellefu prósenta arðsemi. Næsta stóra stytting á hringveginum fæst með nýja veginum yfir Hornafjörð.Egill Aðalsteinsson Í Öræfum þegar ekið er austur Skeiðarársand og komið yfir Morsá beygir hringvegurinn núna til norðurs í átt að Skaftafelli. Vegurinn liggur síðan í gegnum Öræfasveit og þar eru enn fjórar einbreiðar brýr. Þarna er núna búið að setja inn á samgönguáætlun nýja veglínu og hún styttir hringveginn um fimm kílómetra. Það á að byrja á þessu verki á öðru tímabili samgönguáætlunar eftir árið 2031 og arðsemi þess metur Vegagerðin tólf prósent. Fyrirhugaðar styttingar hringvegarins í Skaftárhreppi og Öræfasveit.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í Skaftárhreppi austan Kirkjubæjarklausturs er einnig komið á dagskrá að færa hringveginn fjær sveitabæjum á Síðu, einnig á öðru tímabili samgönguáætlunar. Þar fæst eins kílómetra stytting og arðsemi upp á fimm prósent. Í Lónssveit er einbreið brú yfir Jökulsá í Lóni sem fyrirhugað er að endurnýja, þó ekki fyrr en eftir árið 2036, á þriðja tímabili samgönguáætlunar. Þar er hugmyndin að færa þjóðveginn nær sjónum og gæti breytt veglína þar stytt hringveginn um fimm kílómetra. Ný veglína um Lónssveit ásamt jarðgöngum undir Lónsheiði gætu stytt hringveginn um sautján kílómetra.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þá eru Lónsheiðargöng núna komin á lista jarðganga sem skoða á betur. Þau gætu stytt hringveginn um tólf kílómetra og losað vegfarendur við bæði Hvalnes- og Þvottárskriður. -En hvað með styttingar norðanlands, eins og framhjá Blönduósi? Þetta er spurning sem þeir sem aka oft leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar spyrja eflaust. Svokölluð Húnavallaleið gæti stytt hringveginn um fjórtán kílómetra og er hún talin einhver arðbærasta framkvæmd vegakerfisins. Mögulegar vegstyttingar framhjá Blönduósi og Varmahlíð eru ekki á dagskrá samgönguáætlunar til ársins 2040.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Önnur arðbær vegstytting upp á fimm kílómetra gæti fengist í Skagafirði, Vindheimaleið framhjá Varmahlíð. Hvorug þessara vegstyttinga kemst hins vegar á blað í samgönguáætlun til næstu fimmtán ára, sem innviðaráðherra áformar að mæla fyrir á Alþingi í janúar. Hér má sjá frétt Sýnar: Samgönguáætlun Samgöngur Vegagerð Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Húnabyggð Skagafjörður Tengdar fréttir Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. 16. mars 2025 21:21 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um fyrirhugaðar styttingar á hringveginum, meðal annars langþráða styttingu í Hornafirði, sem stutt er í. Framkvæmdir við lagningu nýs vegar þvert yfir Hornafjörð hafa staðið yfir í þrjú ár og stóð til að opna hann fyrir þessi áramót. Núna segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að það eigi enn eftir að leggja bundið slitlag á veginn. Það verði ekki gert að vetri og því séu menn að horfa til næsta vors með opnun. Þá fæst tólf kílómetra stytting hringvegarins sem talin er skila ellefu prósenta arðsemi. Næsta stóra stytting á hringveginum fæst með nýja veginum yfir Hornafjörð.Egill Aðalsteinsson Í Öræfum þegar ekið er austur Skeiðarársand og komið yfir Morsá beygir hringvegurinn núna til norðurs í átt að Skaftafelli. Vegurinn liggur síðan í gegnum Öræfasveit og þar eru enn fjórar einbreiðar brýr. Þarna er núna búið að setja inn á samgönguáætlun nýja veglínu og hún styttir hringveginn um fimm kílómetra. Það á að byrja á þessu verki á öðru tímabili samgönguáætlunar eftir árið 2031 og arðsemi þess metur Vegagerðin tólf prósent. Fyrirhugaðar styttingar hringvegarins í Skaftárhreppi og Öræfasveit.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Í Skaftárhreppi austan Kirkjubæjarklausturs er einnig komið á dagskrá að færa hringveginn fjær sveitabæjum á Síðu, einnig á öðru tímabili samgönguáætlunar. Þar fæst eins kílómetra stytting og arðsemi upp á fimm prósent. Í Lónssveit er einbreið brú yfir Jökulsá í Lóni sem fyrirhugað er að endurnýja, þó ekki fyrr en eftir árið 2036, á þriðja tímabili samgönguáætlunar. Þar er hugmyndin að færa þjóðveginn nær sjónum og gæti breytt veglína þar stytt hringveginn um fimm kílómetra. Ný veglína um Lónssveit ásamt jarðgöngum undir Lónsheiði gætu stytt hringveginn um sautján kílómetra.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Þá eru Lónsheiðargöng núna komin á lista jarðganga sem skoða á betur. Þau gætu stytt hringveginn um tólf kílómetra og losað vegfarendur við bæði Hvalnes- og Þvottárskriður. -En hvað með styttingar norðanlands, eins og framhjá Blönduósi? Þetta er spurning sem þeir sem aka oft leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar spyrja eflaust. Svokölluð Húnavallaleið gæti stytt hringveginn um fjórtán kílómetra og er hún talin einhver arðbærasta framkvæmd vegakerfisins. Mögulegar vegstyttingar framhjá Blönduósi og Varmahlíð eru ekki á dagskrá samgönguáætlunar til ársins 2040.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Önnur arðbær vegstytting upp á fimm kílómetra gæti fengist í Skagafirði, Vindheimaleið framhjá Varmahlíð. Hvorug þessara vegstyttinga kemst hins vegar á blað í samgönguáætlun til næstu fimmtán ára, sem innviðaráðherra áformar að mæla fyrir á Alþingi í janúar. Hér má sjá frétt Sýnar:
Samgönguáætlun Samgöngur Vegagerð Sveitarfélagið Hornafjörður Skaftárhreppur Húnabyggð Skagafjörður Tengdar fréttir Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. 16. mars 2025 21:21 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. 16. mars 2025 21:21
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30
Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45