Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. desember 2025 18:10 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. „Aðalmálið í þessu er að það verða mjög mikil vetrarhlýindi. Þau byrja í raun og veru annað kvöld,“ segir Einar í Reykjavík síðdegis í dag. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag fyrir stærstan hluta landsins. Viðvaranirnar eru að mestu vegna hvassviðris og rigningar. „Þetta er ekkert óþekkt veður, við höfum ekki séð þetta um jólin áður.“ Einar spáir um átta til níu stiga hita á aðfangadag á sunnanverðu landinu og yfir tíu gráðum fyrir norðan. Fari hitinn yfir tíu stig í Reykjavík og yfir þrettán stig á Akureyri, sem Einar telur líklegt, verði hitamet slegið. „Þetta er dálítið einkennilegt vegna þess að það hlánar upp úr öllu. Sá litli snjór sem er fyrir á landinu, hann bráðnar, kannski ekki í hæstu fjöllum, en allavega á fjallvegum. Það jákvæða og góða við þetta er, af því maður hefur oft verið að stússast í því mörg undanfarin jól að hafa áhyggjur af ferðinni um jólin, hafa áhyggjur af hálu og ísingu, ófærð og einhverju slíku. Nú eru allir vegir auðir,“ segir Einar. Hins vegar þurfi ökumenn að vara sig á vindhviðum, til að mynda verði býsna hvasst í suðvestanátt í kringum Akureyri. „Þetta er auðvitað óvenjulegt jólaveður í alla staði og þetta stendur fram á jóladag.“ Íslendingar geti búist við eins konar sýnishorni af jólasnjó á annan í jólum en svo taki strax aftur að hlýna. „Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að skilin fari vestur yfir Ísland seint á jóladag og við fáum hérna einn dag með köldu veðri. Þegar ég tala um kalt veður, þá undir frostmarki og það geti snjóað hér víða um vestanvert landið á annan í jólum. Við fáum svona sýnishorn af jólasnjó.“ Veður Jól Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira
„Aðalmálið í þessu er að það verða mjög mikil vetrarhlýindi. Þau byrja í raun og veru annað kvöld,“ segir Einar í Reykjavík síðdegis í dag. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag fyrir stærstan hluta landsins. Viðvaranirnar eru að mestu vegna hvassviðris og rigningar. „Þetta er ekkert óþekkt veður, við höfum ekki séð þetta um jólin áður.“ Einar spáir um átta til níu stiga hita á aðfangadag á sunnanverðu landinu og yfir tíu gráðum fyrir norðan. Fari hitinn yfir tíu stig í Reykjavík og yfir þrettán stig á Akureyri, sem Einar telur líklegt, verði hitamet slegið. „Þetta er dálítið einkennilegt vegna þess að það hlánar upp úr öllu. Sá litli snjór sem er fyrir á landinu, hann bráðnar, kannski ekki í hæstu fjöllum, en allavega á fjallvegum. Það jákvæða og góða við þetta er, af því maður hefur oft verið að stússast í því mörg undanfarin jól að hafa áhyggjur af ferðinni um jólin, hafa áhyggjur af hálu og ísingu, ófærð og einhverju slíku. Nú eru allir vegir auðir,“ segir Einar. Hins vegar þurfi ökumenn að vara sig á vindhviðum, til að mynda verði býsna hvasst í suðvestanátt í kringum Akureyri. „Þetta er auðvitað óvenjulegt jólaveður í alla staði og þetta stendur fram á jóladag.“ Íslendingar geti búist við eins konar sýnishorni af jólasnjó á annan í jólum en svo taki strax aftur að hlýna. „Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir því að skilin fari vestur yfir Ísland seint á jóladag og við fáum hérna einn dag með köldu veðri. Þegar ég tala um kalt veður, þá undir frostmarki og það geti snjóað hér víða um vestanvert landið á annan í jólum. Við fáum svona sýnishorn af jólasnjó.“
Veður Jól Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Sjá meira