Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. desember 2025 20:42 Vestmannaeyjabær á Vestmannaeyjar. Vísir/Vilhelm Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli. Vestmannaeyjabær krafðist þess að viðurkenndur yrði beinn eignarréttur að öllum eyjum og skerjum sem tilheyra Vestmannaeyjum samkvæmt afsali sem var þinglýst þann 17. nóvember 1960. Um er að ræða Heimaey, að frátaldri vitajörðinni Stórhöfða, Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Brand, Álsey, Hellisey, Geldung, Súlnasker, Geirfuglasker, smáeyjurnar Hani, Hæni, Hrauney og Grasleysa og sker og drangar þar, Þrídranga, Faxasker og önnur nafngreind rif, sker og drangar í nágrenni eyjanna. Í úrskurðinum er saga Vestmannaeyja reifuð frá því að Ingólfur Arnarsson elti þræla sem myrtu bróður hans til eyjanna og hefndi sín. Einnig er komið inn á að Herjólfur Bárðarson hafi fyrst byggt Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfsdal. Sagan er rakin til ársins 1960 þegar ríkið seldi Vestmannaeyjar til Vestmannaeyjabæjar og í meðferð Alþingis á málinu kom fram að salan tæki ekki einungis til eyjanna heldur einnig úteyjanna. „Við erum mjög glöð, þetta var fullnaðarsigur. Auðvitað sigur í stórskrýtnu máli sem hefði kannski aldrei átt að fara af stað í upphafi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vildu fyrst brekkurnar í Herjólfsdal Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og hafði þau markmið að kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Síðasti úrskurður nefndarinnar, um eyjar og sker, var kveðinn upp í dag og hefur hún því lokið störfum sínum. Upphaflega krafðist íslenska ríkið, þann 2. febrúar 2024, að allar eyjur og sker við landið, að þeim undanskildum sem sérstaklega voru tilgreindar utan kröfu þess, yrðu að þjóðlandi. Kröfurnar voru tvisvar sinnum endurskoðaðar og í bæði skiptin fallið frá kröfum til fjölda eyja og skerja. Íris segist aldrei hafa skilið hvers vegna ríkið hafi sóst eftir eyjunum en skýrt sé að þær séu í eigu Vestmannaeyjarbæjar. Íslenska ríkið hafi fyrst krafist að gera Heimaklett, brekkurnar í Herjólfsdal og Eldfell að þjóðlendi en þær kröfur voru síðan dregnar til baka. „Í þeim kröfum sem var dæmt í vildu þeir allar úteyjar og sker. Það er það sem við vildum ekki, vegna þess að það var þannig að Vestmannaeyingar keyptu Vestmannaeyjar á sínum tíma,“ segir Íris. „Fjármálaráðherra fékk leyfi til að selja Vestmannaeyingum Vestmannaeyjar. Þess vegna skildum við ekki af hverju ríkið var að gera kröfu í eitthvað sem við höfðum þegar keypt. Það er ástæðan fyrir því að við gáfum okkur ekkert í þessu og vorum mjög hissa yfir þessum kröfum.“ Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jarða- og lóðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Vestmannaeyjabær krafðist þess að viðurkenndur yrði beinn eignarréttur að öllum eyjum og skerjum sem tilheyra Vestmannaeyjum samkvæmt afsali sem var þinglýst þann 17. nóvember 1960. Um er að ræða Heimaey, að frátaldri vitajörðinni Stórhöfða, Elliðaey, Bjarnarey, Suðurey, Brand, Álsey, Hellisey, Geldung, Súlnasker, Geirfuglasker, smáeyjurnar Hani, Hæni, Hrauney og Grasleysa og sker og drangar þar, Þrídranga, Faxasker og önnur nafngreind rif, sker og drangar í nágrenni eyjanna. Í úrskurðinum er saga Vestmannaeyja reifuð frá því að Ingólfur Arnarsson elti þræla sem myrtu bróður hans til eyjanna og hefndi sín. Einnig er komið inn á að Herjólfur Bárðarson hafi fyrst byggt Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfsdal. Sagan er rakin til ársins 1960 þegar ríkið seldi Vestmannaeyjar til Vestmannaeyjabæjar og í meðferð Alþingis á málinu kom fram að salan tæki ekki einungis til eyjanna heldur einnig úteyjanna. „Við erum mjög glöð, þetta var fullnaðarsigur. Auðvitað sigur í stórskrýtnu máli sem hefði kannski aldrei átt að fara af stað í upphafi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vildu fyrst brekkurnar í Herjólfsdal Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998 og hafði þau markmið að kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Síðasti úrskurður nefndarinnar, um eyjar og sker, var kveðinn upp í dag og hefur hún því lokið störfum sínum. Upphaflega krafðist íslenska ríkið, þann 2. febrúar 2024, að allar eyjur og sker við landið, að þeim undanskildum sem sérstaklega voru tilgreindar utan kröfu þess, yrðu að þjóðlandi. Kröfurnar voru tvisvar sinnum endurskoðaðar og í bæði skiptin fallið frá kröfum til fjölda eyja og skerja. Íris segist aldrei hafa skilið hvers vegna ríkið hafi sóst eftir eyjunum en skýrt sé að þær séu í eigu Vestmannaeyjarbæjar. Íslenska ríkið hafi fyrst krafist að gera Heimaklett, brekkurnar í Herjólfsdal og Eldfell að þjóðlendi en þær kröfur voru síðan dregnar til baka. „Í þeim kröfum sem var dæmt í vildu þeir allar úteyjar og sker. Það er það sem við vildum ekki, vegna þess að það var þannig að Vestmannaeyingar keyptu Vestmannaeyjar á sínum tíma,“ segir Íris. „Fjármálaráðherra fékk leyfi til að selja Vestmannaeyingum Vestmannaeyjar. Þess vegna skildum við ekki af hverju ríkið var að gera kröfu í eitthvað sem við höfðum þegar keypt. Það er ástæðan fyrir því að við gáfum okkur ekkert í þessu og vorum mjög hissa yfir þessum kröfum.“
Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jarða- og lóðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira