„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2025 20:01 Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir sorglegt að faðir sinn, Þorsteinn Már Baldvinsson, hafi verið með stöðu sakbornings í samfleytt 15 ár. Vísir Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem hefur farið fyrir rannsókn í Samherjamálinu svokallaða, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa tök á því að setja niður núna hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort það verði ákært í málinu eður ei. Embættið lauk fimm ára rannsókn sinni á málinu í júlí á þessu ári. Vonast eftir niðurstöðu sem allra fyrst Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir eðlilegt að rannsóknin hafi sinn gang en vonast eftir því að niðurstaða í málinu komi fram sem allra fyrst. „Þetta eru þungar ásakanir og það er eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu úr rannsókninni,“ segir Baldvin. Níu fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. „Þetta er búið að taka mjög langan tíma. Þeir sem liggja undir ámæli í þessu máli eru langþreyttir á því að bíða eftir niðurstöðu. Ég vonast til að það komi niðurstaða í þessu máli sem allra, allra fyrst,“ segir Þorsteinn. Ótrúlega sorglegt Baldvini hefur fundist þungt að fylgjast með málaferlum gagnvart föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni sínum síðustu fimmtán ár. „Hann er nú 73 ára gamall en hefur verið með stöðu sakbornings síðustu fimmtán ár. Allt því hann var stjórnarformaður Íslandsbanka í um tíu mánuði árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Hann var í kjölfar þess með stöðu grunaðs manns í málum sem tengdust bankanum í mörg ár þar á eftir en var aldrei ákærður. Það sama á við um Seðlabankamálið svokallaða. Strax eftir það komu upp þessar ásakanir í Namibíu og hafa varað í á sjötta ár,“ segir Baldvin. Baldvin segir þessa stöðu föður síns hafa tekið á. „Þannig að manni finnst ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu. Þetta er búið að vera erfitt. Fyrst og fremst honum og auðvitað snortið alla í kringum hann,“ segir Baldvin. Hundrað og fjörutíu milljarða krafa Baldvin sagði frá því í fréttum í dag að breskt fyrirtæki hefði gert bótakröfu á Samherja vegna starfa fyrirtækisins í Namibíu upp á hundrað og fjörutíu milljarða króna. Í sumar kom fram í breskum fjölmiðli að skosk félagasamtök hefðu ákveðið að höfða mál á hendur Samherja fyrir dómstólum í Bretlandi og sjö starfsmönnum þess. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari sem hefur farið fyrir rannsókn í Samherjamálinu svokallaða, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa tök á því að setja niður núna hvenær niðurstaða liggi fyrir um hvort það verði ákært í málinu eður ei. Embættið lauk fimm ára rannsókn sinni á málinu í júlí á þessu ári. Vonast eftir niðurstöðu sem allra fyrst Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir eðlilegt að rannsóknin hafi sinn gang en vonast eftir því að niðurstaða í málinu komi fram sem allra fyrst. „Þetta eru þungar ásakanir og það er eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu úr rannsókninni,“ segir Baldvin. Níu fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. „Þetta er búið að taka mjög langan tíma. Þeir sem liggja undir ámæli í þessu máli eru langþreyttir á því að bíða eftir niðurstöðu. Ég vonast til að það komi niðurstaða í þessu máli sem allra, allra fyrst,“ segir Þorsteinn. Ótrúlega sorglegt Baldvini hefur fundist þungt að fylgjast með málaferlum gagnvart föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni sínum síðustu fimmtán ár. „Hann er nú 73 ára gamall en hefur verið með stöðu sakbornings síðustu fimmtán ár. Allt því hann var stjórnarformaður Íslandsbanka í um tíu mánuði árið 2008, rétt fyrir bankahrunið. Hann var í kjölfar þess með stöðu grunaðs manns í málum sem tengdust bankanum í mörg ár þar á eftir en var aldrei ákærður. Það sama á við um Seðlabankamálið svokallaða. Strax eftir það komu upp þessar ásakanir í Namibíu og hafa varað í á sjötta ár,“ segir Baldvin. Baldvin segir þessa stöðu föður síns hafa tekið á. „Þannig að manni finnst ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu. Þetta er búið að vera erfitt. Fyrst og fremst honum og auðvitað snortið alla í kringum hann,“ segir Baldvin. Hundrað og fjörutíu milljarða krafa Baldvin sagði frá því í fréttum í dag að breskt fyrirtæki hefði gert bótakröfu á Samherja vegna starfa fyrirtækisins í Namibíu upp á hundrað og fjörutíu milljarða króna. Í sumar kom fram í breskum fjölmiðli að skosk félagasamtök hefðu ákveðið að höfða mál á hendur Samherja fyrir dómstólum í Bretlandi og sjö starfsmönnum þess.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira