„Þetta hefur verið þungur tími“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. desember 2025 09:23 Baldvin tók við starfinu af föður sínum, Þorsteini Má Baldvinssyni, í sumar. Samherji Baldvin Þorsteinsson forstjóri Samherja segir það hafa verið erfitt fyrir pabba hans, Þorstein Má, og alla fjölskylduna að hann hafi verið með stöðu grunaðs manns í um fimmtán ár. Hann sagði ásakanir gegn honum þungar. Málið sé í eðlilegum farvegi hjá Héraðssaksóknara en hann óski þess að málinu ljúki fljótlega. Hann segist stoltur taka við af föður sínum sem forstjóri og sjá mörg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu svokallaða. Málið kom upp eftir þátt Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu og meint mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Í þættinum steig Jóhannes Stefánsson uppljóstrari fram og fullyrti meðal annars um mútugreiðslur og skattsvik. Baldvin segir það hafa verið mikinn heiður að taka við starfi forstjóra í sumar en hann tók við því starfi af föður sínum, Þorsteini Má, sem hafði verið í því hlutverki frá stofnun fyrirtækisins 1983. Baldvin var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef notið mín í starfinu síðan ég tók við og, og maður var svo sem búinn að vera að stefna að þessu. Að reyna að ná sér í viðeigandi reynslu til þess að maður gæti orðið hæfur til þess að gegna starfinu, og ég er bara mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Langaði að taka við og vann að því Hann segist hafa verið búinn að stefna að þessu lengi og langað lengi að fá þetta fyrirtæki. Hann segir þetta ekki endilega hafa verið skrifað í skýin. Hann hafi verið í handbolta og námi og vissi alltaf að pabbi sinn væri að reka stórt fyrirtæki en það hafi ekki verið fyrr en seinna sem hann fór að langa að vinna þar. Baldvin spilaði handbolta með Fjölni, FH, KA og Val og spilaði 19 landsleiki. „Ég fékk snemma metnað fyrir því að vilja fá þetta tækifæri, eins og ég segi, öðlast vonandi þá hæfni sem þarf til til þess að geta setið í þessum stól.“ Baldvin viðurkennir að umræðan um Samherja og Þorstein Má hafi alltaf verið samtengd og segir sjávarútveg og fyrirtækið miklu meira en bara hann. Sjávarútvegur sé meira en bara Þorsteinn Már „Hjá Samherja í dag vinna tæplega 800 starfsmenn þannig að Samherji er auðvitað eitthvað miklu meira en bara pabbi minn. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt frændum sínum og þeir hafa vissulega staðið í brúnni,“ segir Baldvin. Sjávarútvegur í heild sinni sé oft og tíðum persónugerður í nokkrum mönnum en sjávarútvegurinn sé miklu meira en það. „Þetta eru náttúrulega þúsundir manna um allt land sem vinna við þessa atvinnugrein, bæði sjómenn, landvinnslufólk, fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn. Þó að pabbi sé náttúrulega toppmaður og afrekað mikið, þá er það kannski ofmæli að persónugera sjávarútveginn í bara honum eða einhverjum tveimur, þremur öðrum.“ Samherji kynnti nýlega „besta bitann“ sem er þorskhnakki og Sigmar Vilhjálmsson, þáttastjórnandi í Bitinu, nefnir að það hafi mögulega verið djörf ákvörðun út frá ímynd fyrirtækisins og markaðsfræðilegu sjónarhorni. Ekkert án neytenda Baldvin segir fyrirtækið hafa byrjað að selja vörur í búðir fyrir um tveimur árum. Fyrst hafi það selt lax og bleikju úr landeldi. Að hans mati sé eðlilegt að stór fyrirtæki, eins og Samherji, séu með vörur í verslunum á Íslandi. „Þetta er jú það sem fyrirtækið gengur út á. Við erum ekkert án neytendanna og það að vera með vörur hérna á Íslandi þar sem við getum þá verið meira í nálægð við neytendur,“ segir hann og að von þeirra sé að færa þannig sjávarútveginn nær fólki. „Það birtist þá í einhverju, í vöru, og við höfum þá tækifæri á að tala um hvað við erum að gera og hvað þarf til að búa til gæðavöru. Við vorum bara mjög spennt fyrir þessu verkefni og þetta hefur bara farið ágætlega af stað,“ segir hann og að það megi búast við fleiri vörum. Ríkisvaldið setur reglurnar Spurður um auðlindina, fiskinn í sjónum, segir Baldvin ljóst að ríkisvaldið setji reglurnar og að fyrirtæki sem öðlist nýtingarréttinn þurfi að skapa verðmæti. „Ég held að sjávarútvegur á Íslandi hafi gert það mjög vel.“ Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin hafa ábyrgð og þeim hafi tekist ágætlega að skapa verðmæti úr hverju kílói sem er dregið upp úr sjónum. „Við þurfum að gera enn þá betur og maður finnur það líka að það er krafan. Það er ætlast til þess að við skilum tekjum í þjóðarbúið og við verðum bara að standa undir því.“ „Þannig að ríkisvaldið á auðlindina?“ spyr Lilja Katrín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi Bítisins. „Eða þú getur allavega sagt að það sé ríkisstjórnin eða ríkið hverju sinni sem setur leikreglurnar og þær verður að virða.“ Þungar ásakanir sem hafi tekið á Baldvin er svo spurður um starfsemi Samherja í Namibíu. Hann segir ásakanir gegn föður sínum þungar. Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í málinu. Málið kom upp eftir þátt Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu og meint mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Í þættinum steig Jóhannes Stefánsson uppljóstrari fram og fullyrti meðal annars um mútugreiðslur og skattsvik. „Þetta eru náttúrulega þungar ásakanir og málið í sjálfu sér er bara í eðlilegum farvegi. Héraðssaksóknari er með málið til rannsóknar. Hann fullyrti einn daginn að rannsókninni væri lokið og hann mun þá ákveða hvort hann fari fram með ákærur eða ekki,“ segir Baldvin og að pabbi sinn hafi verið með stöðu grunaðs manns lengi. „Pabbi minn er með stöðu grunaðs manns og hann er búinn að vera með stöðu grunaðs manns núna í fimmtán ár,“ segir Baldvin og virðist eiga erfitt með að ljúka setningunni. „Það tekur á. Það tekur á fyrir hann og það tekur á fyrir fólkið sem er í þessari stöðu og maður myndi helst vilja að þessu ferli fari að ljúka. Þetta er búið að taka langan tíma.“ Hann segir aðkomu Samherja að málinu ekki lokið. Nýlega hafi þeim verið birt stefna frá fyrirtæki í Bretlandi sem hann segir virðist hafa gert samkomulag við ríkisfyrirtæki í Namibíu um að gera kröfu á hendur Samherja og ætli sér svo að reka málið fyrir dómstólum í Bretlandi. „Sú krafa hljóðar upp á yfir 100 milljarða króna,“ segir hann og að fyrirtækið muni þurfa að svara þessu. Hann segir þessi mál öll í farvegi og Samherji þurfi að svara fyrir það. En á sama tíma verði þau að halda áfram að reka fyrirtækið. Ekki alltaf besta útgáfan af sjálfum sér „Þú kemst við þegar þú ræðir þessi mál. Er það út af þeim áhrifum sem þetta hefur haft á bara þig persónulega, þína fjölskyldu? “ spyr Lilja Katrín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi Bítisins. „Ég ætla ekkert að kvarta fyrir sjálfan mig. En pabbi minn, auðvitað hefur það haft áhrif á hann að vera með stöðu grunaðs manns svona lengi,“ segir Baldvin. Faðir hans hafi byggt fyrirtækið upp, hafi aldrei verið dæmdur fyrir neitt og fyrirtækið ekki heldur. „Hafandi unnið með pabba mínum hef ég auðvitað miklar mætur á honum og séð hvernig hann hefur unnið hlutina, hvaða mann hann hefur að geyma og maður sér náttúrulega hvernig þessi mál öll, eins og ég segi, þetta eru þá komin 15 ár. Maður sér hvernig þetta hefur farið með hann og það verður alveg að segjast, eðlilega er hann ekkert alltaf besta útgáfan af sjálfum sér,“ segir Baldvin og virðist getur aftur ekki klárað setninguna. „Þetta hefur verið þungur tími,“ bætir hann svo við. Spurður hvort hann geti haldið fókus í öðrum verkefnum á meðan þessi mál eru í gangi segir Baldvin að fókusinn verði á að vera að reka fyrirtækið. „Svona mál taka auðvitað orku. Þetta eru háar fjárhæðir sem um ræðir. En að öðru leyti þá auðvitað þarf bara að fókusinn að vera sem mestur á rekstri fyrirtækisins.“ Sér tækifæri í sjávarútvegi Baldvin segist sjá tækifæri í sjávarútvegi. Veiðigjöldin hafi verið hækkuð of hratt og hvata til að hafa vinnslu á Íslandi hafi að einhverju leyti verið kippt úr sambandi en á sama tíma sé verið að missa af tækifærum til að tala um sjávarútveginn sjálfan. „Núna er þetta bara svona og það er margt sem gengur vel í sjávarútvegi. Verð á afurðum er hátt og eftirspurnin er góð. Það lítur út fyrir að það hafi verið loðna og við vonumst jafnvel til að vera gefinn oft meiri loðnukvóti. Það er búið að gera samning við nágrannaþjóðir í makríl og þó að við höfum sem sagt alltaf viljað meira þá myndast kannski staða þar sem kannski gefur einhver tækifæri þannig að, að ég horfi bara spenntur fram á næsta ár. Það þýðir ekki endalaust að vera bara að tala um eitthvað sem að þú myndir kannski vilja hafa öðruvísi. Þú verður líka að horfa á möguleikana sem eru í boði og þeir eru að mínu mati fjölmargir,“ segir Baldvin. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Bítið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu svokallaða. Málið kom upp eftir þátt Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu og meint mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Í þættinum steig Jóhannes Stefánsson uppljóstrari fram og fullyrti meðal annars um mútugreiðslur og skattsvik. Baldvin segir það hafa verið mikinn heiður að taka við starfi forstjóra í sumar en hann tók við því starfi af föður sínum, Þorsteini Má, sem hafði verið í því hlutverki frá stofnun fyrirtækisins 1983. Baldvin var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef notið mín í starfinu síðan ég tók við og, og maður var svo sem búinn að vera að stefna að þessu. Að reyna að ná sér í viðeigandi reynslu til þess að maður gæti orðið hæfur til þess að gegna starfinu, og ég er bara mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Langaði að taka við og vann að því Hann segist hafa verið búinn að stefna að þessu lengi og langað lengi að fá þetta fyrirtæki. Hann segir þetta ekki endilega hafa verið skrifað í skýin. Hann hafi verið í handbolta og námi og vissi alltaf að pabbi sinn væri að reka stórt fyrirtæki en það hafi ekki verið fyrr en seinna sem hann fór að langa að vinna þar. Baldvin spilaði handbolta með Fjölni, FH, KA og Val og spilaði 19 landsleiki. „Ég fékk snemma metnað fyrir því að vilja fá þetta tækifæri, eins og ég segi, öðlast vonandi þá hæfni sem þarf til til þess að geta setið í þessum stól.“ Baldvin viðurkennir að umræðan um Samherja og Þorstein Má hafi alltaf verið samtengd og segir sjávarútveg og fyrirtækið miklu meira en bara hann. Sjávarútvegur sé meira en bara Þorsteinn Már „Hjá Samherja í dag vinna tæplega 800 starfsmenn þannig að Samherji er auðvitað eitthvað miklu meira en bara pabbi minn. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt frændum sínum og þeir hafa vissulega staðið í brúnni,“ segir Baldvin. Sjávarútvegur í heild sinni sé oft og tíðum persónugerður í nokkrum mönnum en sjávarútvegurinn sé miklu meira en það. „Þetta eru náttúrulega þúsundir manna um allt land sem vinna við þessa atvinnugrein, bæði sjómenn, landvinnslufólk, fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn. Þó að pabbi sé náttúrulega toppmaður og afrekað mikið, þá er það kannski ofmæli að persónugera sjávarútveginn í bara honum eða einhverjum tveimur, þremur öðrum.“ Samherji kynnti nýlega „besta bitann“ sem er þorskhnakki og Sigmar Vilhjálmsson, þáttastjórnandi í Bitinu, nefnir að það hafi mögulega verið djörf ákvörðun út frá ímynd fyrirtækisins og markaðsfræðilegu sjónarhorni. Ekkert án neytenda Baldvin segir fyrirtækið hafa byrjað að selja vörur í búðir fyrir um tveimur árum. Fyrst hafi það selt lax og bleikju úr landeldi. Að hans mati sé eðlilegt að stór fyrirtæki, eins og Samherji, séu með vörur í verslunum á Íslandi. „Þetta er jú það sem fyrirtækið gengur út á. Við erum ekkert án neytendanna og það að vera með vörur hérna á Íslandi þar sem við getum þá verið meira í nálægð við neytendur,“ segir hann og að von þeirra sé að færa þannig sjávarútveginn nær fólki. „Það birtist þá í einhverju, í vöru, og við höfum þá tækifæri á að tala um hvað við erum að gera og hvað þarf til að búa til gæðavöru. Við vorum bara mjög spennt fyrir þessu verkefni og þetta hefur bara farið ágætlega af stað,“ segir hann og að það megi búast við fleiri vörum. Ríkisvaldið setur reglurnar Spurður um auðlindina, fiskinn í sjónum, segir Baldvin ljóst að ríkisvaldið setji reglurnar og að fyrirtæki sem öðlist nýtingarréttinn þurfi að skapa verðmæti. „Ég held að sjávarútvegur á Íslandi hafi gert það mjög vel.“ Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin hafa ábyrgð og þeim hafi tekist ágætlega að skapa verðmæti úr hverju kílói sem er dregið upp úr sjónum. „Við þurfum að gera enn þá betur og maður finnur það líka að það er krafan. Það er ætlast til þess að við skilum tekjum í þjóðarbúið og við verðum bara að standa undir því.“ „Þannig að ríkisvaldið á auðlindina?“ spyr Lilja Katrín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi Bítisins. „Eða þú getur allavega sagt að það sé ríkisstjórnin eða ríkið hverju sinni sem setur leikreglurnar og þær verður að virða.“ Þungar ásakanir sem hafi tekið á Baldvin er svo spurður um starfsemi Samherja í Namibíu. Hann segir ásakanir gegn föður sínum þungar. Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í málinu. Málið kom upp eftir þátt Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu og meint mútubrot, peningaþvætti og auðgunarbrot. Í þættinum steig Jóhannes Stefánsson uppljóstrari fram og fullyrti meðal annars um mútugreiðslur og skattsvik. „Þetta eru náttúrulega þungar ásakanir og málið í sjálfu sér er bara í eðlilegum farvegi. Héraðssaksóknari er með málið til rannsóknar. Hann fullyrti einn daginn að rannsókninni væri lokið og hann mun þá ákveða hvort hann fari fram með ákærur eða ekki,“ segir Baldvin og að pabbi sinn hafi verið með stöðu grunaðs manns lengi. „Pabbi minn er með stöðu grunaðs manns og hann er búinn að vera með stöðu grunaðs manns núna í fimmtán ár,“ segir Baldvin og virðist eiga erfitt með að ljúka setningunni. „Það tekur á. Það tekur á fyrir hann og það tekur á fyrir fólkið sem er í þessari stöðu og maður myndi helst vilja að þessu ferli fari að ljúka. Þetta er búið að taka langan tíma.“ Hann segir aðkomu Samherja að málinu ekki lokið. Nýlega hafi þeim verið birt stefna frá fyrirtæki í Bretlandi sem hann segir virðist hafa gert samkomulag við ríkisfyrirtæki í Namibíu um að gera kröfu á hendur Samherja og ætli sér svo að reka málið fyrir dómstólum í Bretlandi. „Sú krafa hljóðar upp á yfir 100 milljarða króna,“ segir hann og að fyrirtækið muni þurfa að svara þessu. Hann segir þessi mál öll í farvegi og Samherji þurfi að svara fyrir það. En á sama tíma verði þau að halda áfram að reka fyrirtækið. Ekki alltaf besta útgáfan af sjálfum sér „Þú kemst við þegar þú ræðir þessi mál. Er það út af þeim áhrifum sem þetta hefur haft á bara þig persónulega, þína fjölskyldu? “ spyr Lilja Katrín Gunnarsdóttir, þáttastjórnandi Bítisins. „Ég ætla ekkert að kvarta fyrir sjálfan mig. En pabbi minn, auðvitað hefur það haft áhrif á hann að vera með stöðu grunaðs manns svona lengi,“ segir Baldvin. Faðir hans hafi byggt fyrirtækið upp, hafi aldrei verið dæmdur fyrir neitt og fyrirtækið ekki heldur. „Hafandi unnið með pabba mínum hef ég auðvitað miklar mætur á honum og séð hvernig hann hefur unnið hlutina, hvaða mann hann hefur að geyma og maður sér náttúrulega hvernig þessi mál öll, eins og ég segi, þetta eru þá komin 15 ár. Maður sér hvernig þetta hefur farið með hann og það verður alveg að segjast, eðlilega er hann ekkert alltaf besta útgáfan af sjálfum sér,“ segir Baldvin og virðist getur aftur ekki klárað setninguna. „Þetta hefur verið þungur tími,“ bætir hann svo við. Spurður hvort hann geti haldið fókus í öðrum verkefnum á meðan þessi mál eru í gangi segir Baldvin að fókusinn verði á að vera að reka fyrirtækið. „Svona mál taka auðvitað orku. Þetta eru háar fjárhæðir sem um ræðir. En að öðru leyti þá auðvitað þarf bara að fókusinn að vera sem mestur á rekstri fyrirtækisins.“ Sér tækifæri í sjávarútvegi Baldvin segist sjá tækifæri í sjávarútvegi. Veiðigjöldin hafi verið hækkuð of hratt og hvata til að hafa vinnslu á Íslandi hafi að einhverju leyti verið kippt úr sambandi en á sama tíma sé verið að missa af tækifærum til að tala um sjávarútveginn sjálfan. „Núna er þetta bara svona og það er margt sem gengur vel í sjávarútvegi. Verð á afurðum er hátt og eftirspurnin er góð. Það lítur út fyrir að það hafi verið loðna og við vonumst jafnvel til að vera gefinn oft meiri loðnukvóti. Það er búið að gera samning við nágrannaþjóðir í makríl og þó að við höfum sem sagt alltaf viljað meira þá myndast kannski staða þar sem kannski gefur einhver tækifæri þannig að, að ég horfi bara spenntur fram á næsta ár. Það þýðir ekki endalaust að vera bara að tala um eitthvað sem að þú myndir kannski vilja hafa öðruvísi. Þú verður líka að horfa á möguleikana sem eru í boði og þeir eru að mínu mati fjölmargir,“ segir Baldvin.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Bítið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent