Erlent

Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjald­gæfri svefnröskun

Agnar Már Másson skrifar
Áfrýjunardómurinn í Borgarþingi sýknaði manninn.
Áfrýjunardómurinn í Borgarþingi sýknaði manninn. wikipedia commons

Norskur maður á þrítugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun hefur nú verið sýknaður eftir að dómstólar tóku aftur upp málið. Sérfræðingar mátu svo að maðurinn kynni að hafa sjaldgæfa svefnröskun er nefnist sexómnía og er fólgin í því að fólk sýni kynferðislega hegðun í svefni.

Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá þessu en þar kemur fram að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir svefnnauðgun og sat í fangelsi frá ágúst 2023 til júní 2024. Honum var einnig gert að greiða konunni skaðabætur upp á 70 þúsund norskar krónur, sem nemur 867 þúsundum íslenskra króna.

Maðurinn hafði ítrekað neitað sök og óskað eftir endurupptöku málsins. 

Skimaður fyrir sexomníu

Að lokum var málið aftur tekið upp eftir að hann var greindur með sexómníu. 

Samkvæmt dómnum er maðurinn sagður hafa notað hönd sofandi konu til þess að fróa sér. Verknaðurinn mun hafa staðið yfir í tíu sekúndur. Þetta mun hafa átt sér stað í Björgvin árið 2016.

Sjá einnig: Hvað er sexómnía?

Nú hafa bæði ákæruvaldið og dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að efi sé uppi um að hann hafi verið vakandi þegar þetta gerðist. Maðurinn hefur nú verði rannsakaður með tilliti til fjölda svefnraskana, þar á meðal sexomníu. 

Þetta kemur fram í sýknunni frá áfrýjunardómi Borgarþings í Noregi. Sexsomnia lýsir sér þannig að manneskja sýnir kynferðislega tilburði eða kynferðislega hegðun í svefni sem hún man ekki eftir þegar hún vaknar.

Dómkvaddir matsmenn vildu meina að það væri óljóst hvort gjörðir mannsins væru af völdum sexomníu eða ekki. 

Ekki sannað að hann hafi verið vakandi á verknaðarstundu

Aftur á móti, eftir að hafa hlýtt á fleiri sérfræðinga og fleiri vitni, komst áfrýjunardómstóllinn í Gulaþingi að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að útiloka að verknaðurinn hefði verið framinn í svefni og að það hefði ekki verið gert með ásettu ráði. Hann var því sýknaður nú í desember.

NRK hefur eftir verjanda mannsins að honum sé létt. „Hann hefur setið í fangelsi fyrir þetta og greitt skaðabætur. Það að málið hans sé tekið upp ða nýju og að vera sýknaður er léttir sem er honum erfitt að lýsa,“ segir verjandinn Erik Johan Mjelde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×