Sport

Dag­skráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn

Aron Guðmundsson skrifar
Paul Lim er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum pílukasts
Paul Lim er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum pílukasts Vísir/Getty

Það styttist heldur betur í jólin og það verður jólalegt um að litast í Ally Pally í dag og kvöld þaðan sem sýnt verður frá HM í pílukasti í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þá er einn leikur á dagskrá ensk úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Stór nöfn munu reyna fyrir sér á HM í pílukasti á Sýn Sport Viaplay í dag. Þeirra á meðal er fyrrverandi heimsmeistarinn Luke Humphries sem mætir einni af stjörnu yfirstandandi móts, hinum 71 árs gamla Paul Lim Leong Hwa frá Singapúr, sem varð í fyrstu umferð sá elsti í sögu HM til þes að vinna leik á mótinu.

Keppnisdeginum er eins og svo oft áður skipt upp í tvo hluta. Bein útsending frá þeim fyrri hefst klukkan hálf eitt á Sýn Sport Viaplay og á sömu rás, klukkan sjö hefst bein útsending frá seinni hluta dagsins.

Þá er einn leikur á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Sýnt verður beint frá því þegar að Fulham tekur á móti Nottingham Forest klukkan átta á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×