Handbolti

Haukakonur í fjórða sætið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst Haukakvenna í kvöld.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst Haukakvenna í kvöld. Haukar

Haukar komust í kvöld upp í fjórða sæti Olís-deildar kvenna í handbolta eftir 32-25 útisigur á Selfossi.

Leikurinn var jafn í upphafi þar sem liðin skiptust á að skora. Haukar slitu sig frá eftir því sem leið á fyrri hálfleik en munurinn í hléi var 16-13 fyrir gestina úr Hafnarfirði.

Selfyssingar héldu í við gestina framan af síðari hálfleik en náðu þó aldrei að saxa forskotið í meira en tvö mörk. Á lokakaflanum brast stíflan og leiknum lauk með sjö marka mun, 32-25 sigri Haukakvenna.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í Haukaliðinu með átta mörk en Embla Steindórsdóttir skoraði sex. Landsliðskonan Sara Sif Helgadóttir var öflug í rammanum með 16 varin skot en Ágústa Tanja Jóhannsdóttir í liði Selfoss varði einnig 16 skot hinu megin.

Mia Kristin Syverud var markahæst Selfyssinga með tíu mörk.

Með sigrinum fara Haukar upp fyrir Fram í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig, Fram með ellefu sæti neðar. Valur og ÍBV eru á toppnum með 18 stig en ÍR með 14 í þriðja sætinu.

Selfoss er í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig, fimm frá KA/Þór þar fyrir ofan en þremur á undan botnliði Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×