„Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2025 21:28 Emil Barja er þjálfari Hauka. Vísir/Pawel Emil Barja, þjálfari Hauka, var glaður með sigurinn gegn Grindvík í Bónus-deild kvenna í kvöld en gaf þó lítið fyrir gæði leiksins en Haukar fóru að lokum með eins stigs sigur af hólmi, 92-93. „Geggjað að vinna en ég held að það hafi ekki verið neitt alltof gaman að horfa á þennan leik þó hann hafi verið jafn. Þetta var mjög skrítinn leikur. Bæði lið áttu mjög slæma kafla sem hitt liðið náði ekki að nýta sér. Mjög sveiflukennt en geggjað að vinna, við tökum það.“ Haukar lentu níu stigum undir um miðjan þriðja leikhluta en svöruðu þá með 13-0 áhlaupi og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Emil sagði að á þeim kafla hefði liðið farið að spila eins og það á að spila. „Við í rauninni förum bara aðeins að láta boltann ganga. Það er aðalmálið. Við vorum rosalega stífar, þetta var bara ein sending og skot. Um leið og það kom sókn þar sem við létum boltann aðeins ganga, sem er svona okkar leikur, kannski ekki þeirra leikur, þær spila kannski hægar.“ „Við vildum hreyfa þær rosa mikið. Ef við skjótum bara einu skoti geta þær bara slakað á í vörn. Það var held ég munurinn. Fórum aðeins að hlaupa, náðum hraðaupphlaupum og láta boltann ganga betur. Sækja á veikleikana þeirra, þá leit þetta miklu betur út.“ Þær Amandine Justine Toi og Tinna Guðrún Alexandersdóttir létu þristunum heldur betur rigna á köflum í kvöld og munaði um minna fyrir Hauka, en þær skoruðu ellefu af 16 þristum liðsins í kvöld. Þær settu á köflum hreinlega upp skotsýningu. „Sem betur fer! Annars hefði þetta nú verið ennþá verr á að horfa. Við erum gott skotlið, „ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ þessum leik. Þær eru góðir skotmenn. Ég treysti þeim alveg til að koma og setja þessi skot ofan í. Við vorum opnar eiginlega allan leikinn. Við vorum ekki að fá frábæra vörn á okkur, þær voru svolítið bara að falla inn.“ Eftir rysjótta byrjun á tímabilinu eru Haukar að mjaka sér upp töfluna og fara sáttir í jólafrí. „Þetta telur á töfluna. Við erum sátt. Erum náttúrulega að berjast fyrir því að komast í efri hlutann þannig að hver einasti sigur skiptir máli fyrir okkur. Þetta er bara góð jólagjöf.“ Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
„Geggjað að vinna en ég held að það hafi ekki verið neitt alltof gaman að horfa á þennan leik þó hann hafi verið jafn. Þetta var mjög skrítinn leikur. Bæði lið áttu mjög slæma kafla sem hitt liðið náði ekki að nýta sér. Mjög sveiflukennt en geggjað að vinna, við tökum það.“ Haukar lentu níu stigum undir um miðjan þriðja leikhluta en svöruðu þá með 13-0 áhlaupi og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Emil sagði að á þeim kafla hefði liðið farið að spila eins og það á að spila. „Við í rauninni förum bara aðeins að láta boltann ganga. Það er aðalmálið. Við vorum rosalega stífar, þetta var bara ein sending og skot. Um leið og það kom sókn þar sem við létum boltann aðeins ganga, sem er svona okkar leikur, kannski ekki þeirra leikur, þær spila kannski hægar.“ „Við vildum hreyfa þær rosa mikið. Ef við skjótum bara einu skoti geta þær bara slakað á í vörn. Það var held ég munurinn. Fórum aðeins að hlaupa, náðum hraðaupphlaupum og láta boltann ganga betur. Sækja á veikleikana þeirra, þá leit þetta miklu betur út.“ Þær Amandine Justine Toi og Tinna Guðrún Alexandersdóttir létu þristunum heldur betur rigna á köflum í kvöld og munaði um minna fyrir Hauka, en þær skoruðu ellefu af 16 þristum liðsins í kvöld. Þær settu á köflum hreinlega upp skotsýningu. „Sem betur fer! Annars hefði þetta nú verið ennþá verr á að horfa. Við erum gott skotlið, „ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ þessum leik. Þær eru góðir skotmenn. Ég treysti þeim alveg til að koma og setja þessi skot ofan í. Við vorum opnar eiginlega allan leikinn. Við vorum ekki að fá frábæra vörn á okkur, þær voru svolítið bara að falla inn.“ Eftir rysjótta byrjun á tímabilinu eru Haukar að mjaka sér upp töfluna og fara sáttir í jólafrí. „Þetta telur á töfluna. Við erum sátt. Erum náttúrulega að berjast fyrir því að komast í efri hlutann þannig að hver einasti sigur skiptir máli fyrir okkur. Þetta er bara góð jólagjöf.“
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti