Lífið

„Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
HIldur er upphafsmaður Hjálparkokka.
HIldur er upphafsmaður Hjálparkokka.

Hildur Oddsdóttir er upphafskona góðgerðarverkefnisins Hjálparkokkar sem hjálpar foreldrum sem eiga lítið á milli handanna að gefa börnum sínum jólagjafir og smágjafir á aðventu. Þetta eru foreldrar sem búa við sára fátækt, eitthvað sem Hildur þekkir á eigin skinni sem og flestir þeir sjálfboðaliðar sem koma að verkefninu.

Hildur hóf þessa vegferð árið 2016 og síðan þá hefur verkefnið vaxið og dafnað. Nú hefur hún tekið höndum saman við verkefni sem kallast Jólakraftaverk, en það verkefni sér um að hjálpa ömmum og öfum að kaupa gjafir fyrir barnabörnin.

Hjálparkokkar sáu til þess að tæplega 500 hundruð börn í fátækt fengu sínar jólaóskir uppfylltar. Í ár stefnir í að þau verði fleiri. Fjögur til fimm hundruð börn - er það ekki fjögur til fimm hundruð börnum of mikið?

„Það er of mikið í rauninni en á móti kemur eru börn í fátækt fjórtán til fimmtán þúsund. Þetta er bara dropi það sem við erum að taka,“ segir Hildur og bætir við að fólk í fátækt á Íslandi séu um 35 þúsund manns. Nú svelgist örugglega einhverjum á.

Svolítið ferðalag

Hjálparkokkar byrjuðu árið 2016 að skaffa smágjafir á aðventu fyrir foreldra en árið 2018 byrjaði Hildur líka að taka við óskalistum um stærri jólagjafir.

„Ég ræddi við minn elsta, við höfum gengið í gegnum svolítið ferðalag, um hvernig hann myndi útfæra þetta, hvernig hann myndi gera þetta og útfæra. Þá sagði hann: Óskalisti. Gefa barni það sem það óskar sér. Mér fannst þetta svo frábær hugmynd hjá honum því ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér,“ segir Hildur.

Ísland í dag heimsótti Hjálparkokkana og Jólakraftaverkið og má sjá heimsóknina hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.