Sport

Dag­skráin í dag: Lokasóknin, körfu­bolti og pílu­kast

Sindri Sverrisson skrifar
Valur og Keflavík spila bæði í beinni útsendingu í kvöld.
Valur og Keflavík spila bæði í beinni útsendingu í kvöld. vísir/Vilhelm

Það er fjölbreyttur dagur fram undan á sportrásum Sýnar í dag. HM í pílukasti heldur áfram, þættir um enska boltann og NFL, og leikir í síðustu umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta fyrir jólafrí.

Sýn Sport

Enski boltinn er skoðaður frá óvenjulegum og skemmtilegum hliðum í VARsjánni sem hefst klukkan 20, þar sem Stefán Árni og Albert Brynjar fá ávallt hressa gesti. Strax í kjölfarið, eða klukkan 21, mæta svo strákarnir í Lokasókninni í jólaskapi og fjalla um allt það helsta og mest hressandi í NFL-deildinni.

Sýn Sport Ísland

Keflavík og Ármann takast á í Bónus-deild kvenna og hefst leikurinn klukkan 19:15. Keflavík tapaði óvænt fyrir botnliði Hamars/Þórs í síðustu umferð og ætlar eflaust ekki í jólafrí með annað slíkt tap á bakinu.

Sýn Sport Ísland 2

Hamar/Þór freistar þess að byggja ofan á fyrsta sigur tímabilsins með því að hrella Val á Hlíðarenda, í Bónus-deild kvenna klukkan 19:15.

Sýn Sport Viaplay

HM í pílukasti heldur áfram í Alexandra Palace og hefst bein útsending klukkan 12:25, og svo aftur um kvöldið klukkan 19. Um miðnætti er svo leikur Red Wings og Islanders í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×