Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 22:56 Ruben Amorim var ánægður með frammistöðuna í kvöld en svekktur að hafa nú misst af sjö stigum í síðustu þremur heimaleikjum. Getty/Marc Atkins „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United komst þrívegis yfir í leiknum en varð engu að síður að sætta sig við jafntefli og var Amorim á því að liðið hefði verðskuldað sigur í kvöld. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Amorim eftir jafnteflið við Bournemouth „Við byrjuðum mjög vel og áttum mjög góðan fyrri hálfleik. Staðan hefði átt að vera orðin allt önnur. Síðan voru fyrstu sex mínúturnar í seinni hálfleik svipaðar og gegn Nottingham. Við misstum einbeitinguna og þeir skoruðu tvö mörk. En við náðum að komast aftur inn í leikinn, skoruðum tvö og þá verðum við að ná að klára dæmið, en á endanum varð þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Amorim. Hann fagnaði vel þegar Matheus Cunha kom United í 4-3 á 79. mínútu: „Ég sá hvað menn lögðu á sig, sem og stuðningsmennirnir, og þegar við komumst í 4-3 leið mér eins og við myndum halda áfram og reyna að ná öðru marki en jafntefli varð niðurstaðan.“ United spilaði um tíma með fjögurra manna varnarlínu í kvöld sem er eitthvað sem margir hafa kallað eftir en Amorim hefur verið ansi fastheldinn á sitt 3-4-3 kerfi. „Það var margt gott en líka margt sem við þurfum að laga. Stundum snýst þetta meira um smáatriði, það að við séum ekki að vinna, frekar en hvort við erum með 3, 4 eða 5 menn aftast. Við þurfum að vinna í þessum smáatriðum, skilja betur hvernig leikirnir sveiflast og nýta betur færin. Við sköpuðum svo mörg færi hér gegn mjög góðu liði og hefðum átt að landa þremur stigum,“ sagði Amorim, svekktur eftir að hafa misst af sjö stigum í síðustu þremur heimaleikjum: „Já, þegar við vinnum á útivelli verðum við að vinna heima líka. En frammistaðan núna var allt önnur en í síðustu tveimur heimaleikjum, þó að niðurstaðan væri bara eitt stig.“ Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
United komst þrívegis yfir í leiknum en varð engu að síður að sætta sig við jafntefli og var Amorim á því að liðið hefði verðskuldað sigur í kvöld. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Amorim eftir jafnteflið við Bournemouth „Við byrjuðum mjög vel og áttum mjög góðan fyrri hálfleik. Staðan hefði átt að vera orðin allt önnur. Síðan voru fyrstu sex mínúturnar í seinni hálfleik svipaðar og gegn Nottingham. Við misstum einbeitinguna og þeir skoruðu tvö mörk. En við náðum að komast aftur inn í leikinn, skoruðum tvö og þá verðum við að ná að klára dæmið, en á endanum varð þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Amorim. Hann fagnaði vel þegar Matheus Cunha kom United í 4-3 á 79. mínútu: „Ég sá hvað menn lögðu á sig, sem og stuðningsmennirnir, og þegar við komumst í 4-3 leið mér eins og við myndum halda áfram og reyna að ná öðru marki en jafntefli varð niðurstaðan.“ United spilaði um tíma með fjögurra manna varnarlínu í kvöld sem er eitthvað sem margir hafa kallað eftir en Amorim hefur verið ansi fastheldinn á sitt 3-4-3 kerfi. „Það var margt gott en líka margt sem við þurfum að laga. Stundum snýst þetta meira um smáatriði, það að við séum ekki að vinna, frekar en hvort við erum með 3, 4 eða 5 menn aftast. Við þurfum að vinna í þessum smáatriðum, skilja betur hvernig leikirnir sveiflast og nýta betur færin. Við sköpuðum svo mörg færi hér gegn mjög góðu liði og hefðum átt að landa þremur stigum,“ sagði Amorim, svekktur eftir að hafa misst af sjö stigum í síðustu þremur heimaleikjum: „Já, þegar við vinnum á útivelli verðum við að vinna heima líka. En frammistaðan núna var allt önnur en í síðustu tveimur heimaleikjum, þó að niðurstaðan væri bara eitt stig.“
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira