Innlent

Um­ferðar­slys á Breið­holts­braut

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Slökkvilið, lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi.
Slökkvilið, lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Vísir/Tómas

Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Einn hefur verði fluttur á sjúkrahús.

Þetta staðfestir Ásgeir Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi og bíða eftir því að hægt verði að fjarlægja bílana.

Ekki liggur fyrir hversu margir voru í sitthvorum bílnum en einn hefur verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×