Innlent

Vinstri beygjan bönnuð

Atli Ísleifsson skrifar
Bannað er að beyja til vinstri hér.
Bannað er að beyja til vinstri hér. Lögregla

Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að þrátt fyrir áberandi merkingar hafi þetta vafist fyrir sumum ökumönnum sem hafi fengið sekt fyrir vikið. 

„Minnum því ökumenn á að virða þessi umferðarmerki sem önnur, bæði öryggisins vegna en líka til að forðast óþarfa útgjöld, en sektin fyrir þetta brot er 20 þúsund kr.,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×