Sport

Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes heldur um höfuð sér eftir að hann meiddist. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta væru alvarleg meiðsli.
Patrick Mahomes heldur um höfuð sér eftir að hann meiddist. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta væru alvarleg meiðsli. Getty/David Eulitt

Kansas City Chiefs á ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir tap á móti Los Angeles Chargers í dag en það var ekki eina slæma frétt dagsins fyrir Höfðingjana.

Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, meiddist á vinstra hné þegar innan við tvær mínútur voru eftir af 16-13 tapinu á mótinu Chargers. Hann mun gangast undir segulómun annaðhvort í kvöld eða mánudag, samkvæmt þjálfaranum Andy Reid.

Mahomes var að reyna að koma Chiefs aftur til baka inn í leikinn á lokasprettinum þegar hann meiddist. Kansas City er formlega úr leik í úrslitakeppninni með þessu tapi.

Mahomes meiddist eftir að hafa verið felldur af varnarmanni Chargers, Da'Shawn Hand. Hann lá niðri á jörðinni í nokkrar mínútur áður en hann stóð upp og var skipt út fyrir Gardner Minshew.

Fáum mínútum síðar kom Mahomes út úr læknatjaldinu með handklæði yfir höfðinu á meðan læknarnir aðstoðuðu hann. Hann gekk síðan varlega að búningsklefanum.

Chiefs-liðið hafði komist í úrslitakeppnina síðustu tíu tímabilin.

Kansas City hóf tímabilið í von um að vera aðeins annað liðið í Super Bowl-tímabilinu til að komast aftur á stærsta svið íþróttarinnar, Super Bowl, fjórða tímabilið í röð. Í staðinn tókst liðinu ekki að komast í úrslitakeppnina. Þeir unnu marga leiki naumlega í fyrra og redduðu sér þannig en hefur ekki tekist að klára þá í vetur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×