Innherji

Líf­eyris­sjóðir fá nærri fimmtungs­hlut í Kaldalóni eftir sölu á stóru fast­eigna­safni

Hörður Ægisson skrifar
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, en með kaupunum munu rekstrartekjur fasteignafélagsins aukast um meira en milljarða á ársgrundvelli.
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, en með kaupunum munu rekstrartekjur fasteignafélagsins aukast um meira en milljarða á ársgrundvelli. Aðsend

Hópur allra helstu lífeyrissjóða landsins munu meðal annars eignast samanlagt nærri tuttugu prósenta hlut í Kaldalóni sem endurgjald vegna sölu á 25 þúsund fermetra eignasafni FÍ Fasteignafélags fyrir ríflega þrettán milljarða. Kaldalón áætlar að rekstrarhagnaður félagsins muni aukast um tæplega 900 milljónir á ársgrundvelli eftir viðskiptin.


Tengdar fréttir

Telja virði Kalda­lóns ekki njóta sann­mælis á markaði og flýta endur­kaupum

Kaldalón hefur óskað eftir því við hluthafa að boðuðum áformum um að hefja kaup á eigin bréfum verði flýtt enda endurspegli markaðsverðmæti félagsins, að mati stjórnarinnar, ekki undirliggjandi virði eigna þess. Bókfært eigið fé Kaldalóns er umtalsvert meira en markaðsvirði fasteignafélagsins sem er niður um nærri átta prósent frá áramótum.

Stærsti líf­eyris­sjóður landsins byggir upp stöðu í Kalda­lón

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×