Handbolti

Al­gjörir yfir­burðir Noregs halda á­fram

Sindri Sverrisson skrifar
Vilde Ingstad fagnar gegn Hollendingum í kvöld, í stórsigri þeirra norsku.
Vilde Ingstad fagnar gegn Hollendingum í kvöld, í stórsigri þeirra norsku. Getty/Federico Gambarini

Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur staðið sig stórkostlega á fyrsta stórmótinu eftir að hinn afar sigursæli Þórir Hergeirsson kvaddi liðið, og er komið í úrslit á HM eftir stórsigur á gestgjöfum Hollands í Rotterdam.

Noregur vann Holland með tíu marka mun, 35-25. Nokkurt jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en munurinn fjögur mörk í hálfleik og þær norsku stungu svo af í seinni hálfleiknum. Úr varð stórsigur eins og í öllum leikjum Noregs til þessa á mótinu.

Það verða því Noregur og Þýskaland sem mætast í úrslitaleik HM á sunnudaginn en Hollendingar mæta Frökkum í leiknum um bronsverðlaunin.

Henny Reistad var valin maður leiksins í kvöld en hún átti frábæran leik og skoraði tíu mörk fyrir Noreg auk þess að gefa sex stoðsendingar.

Noregur varð að sætta sig við silfur á síðasta HM, fyrir tveimur árum, eftir tap gegn Frakklandi í úrslitaleik, en vann mótið í fjórða sinn árið 2021.


Tengdar fréttir

Langri þrauta­göngu Þýska­lands lokið

Eftir 32 ára bið mun Þýskaland leika til úrslita á ný á HM kvenna í handbolta á sunnudaginn, eftir að hafa slegið ríkjandi heimsmeistara Frakklands út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×