Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun