Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2025 11:10 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kom Evrópu til varnar gegn orrahríð bandarískra ráðamanna. Vísir/EPA Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti Evrópu sem „hnignandi“ hópi ríkja undir forystu „veikburða“ fólks í viðtali við blaðið Politico í vikunni. Þau ummæli komu fast á hæla nýrrar þjóðaröryggisáætlunar Bandaríkjastjórnar frá því í síðustu viku þar sem Evrópuríki voru sökuð um ritskoðun og kúgun á þegnum sínum. Endurómaði áætlunin málflutning hvítra þjóðernissinna um að álfan stæði frammi fyrir „siðmenningarlegri eyðingu“ vegna fjölgunar innflytjenda á næstu tveimur áratugum. Bandaríkin ættu að leggja áherslu á að hlúa að andspyrnu gegn núverandi stefnu í Evrópuríkjum. Sá málflutningur hefur mælst vel fyrir í Rússlandi og á meðal evrópskra leiðtoga af fjarhægrivængnum. Kjósenda að velja sér leiðtoga Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, brást við skammadembu Trump á viðburði í Brussel í gær. Það væri hlutverk kjósenda að velja sér leiðtoga og að standa yrði vörð um það. „Engin annar á að skipta sér af því, án nokkurs vafa,“ sagði von der Leyen þegar hún var spurð út í bandarísku þjóðaröryggisáætlunina. Nefndi forsetinn í þessu samhengi áætlun sambandsins sem nefnist Lýðræðisskjöldurinn. Henni er ætlað að taka á áhrifaherferðum erlendra ríkja á netinu, þar á meðal í tengslum við kosningar. Sagði von der Leyen að samskipti Evrópu við Bandaríkin hefðu breyst vegna þess að Evrópa sé að breytast. Mikilvægt væri fyrir Evrópubúa að líta til styrkleika sinna og vera stoltir af þeim. „Sötndum fyrir sameinaða Evrópu. Þetta er verkefni okkar, að líta á okkur sjálf og vera stolt af okkur sjálfum,“ sagði von der Leyen og hlaut lófatak fyrir hjá viðstöddum, að sögn Politico. Taka sér stöðu með fjarhægrimönnum í Evrópu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu gefið fjarhægriflokkum í Evrópu undir fótinn og gert sér far um að eiga í samskiptum við þá í heimsóknum til álfunnar. Þannig vakti það athygli að J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði sérstaklega með leiðtogum Valkosts fyrir Þýskaland þegar hann sótti öryggisráðstefnu í München í febrúar. Aðrir flokkar á þýska þinginu hafa sögulega neitað að vinna með jaðarhægriflokkum. Vance hélt reiðilestur yfir evrópskum ráðamönnum á ráðstefnunni, sakaði þá um að bæla niður tjáningarfrelsi og að aðhafast ekki gegn ólöglegum fólksflutningum. Gaf hann ítrekað í skyn að Bandaríkin og Evrópa ættu tæplega samleið lengur vegna þess. Þegar Trump sjálfur fór á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í júní hitti hann Geert Wilders, leiðtoga fjarhægrimanna í Hollandi.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira